Sat í stúkunni með tárin í augunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. nóvember 2012 07:00 Rakel Dögg er byrjuð að spila handbolta á ný með Stjörnunni. Mynd/Valli 22 leikmenn voru í gær valdir í æfingahóp íslenska landsliðsins fyrir EM kvenna sem hefst í Serbíu þann 4. desember næstkomandi. Í næstu viku verður hópurinn skorinn niður í þá sextán leikmenn sem munu halda utan. Meðal þeirra leikmanna sem eru í hópnum nú eru Rakel Dögg Bragadóttir, leikmaður Stjörnunnar, og Ramune Pekarskyte sem er á mála hjá norska liðinu Levanger. Hún lék með Haukum í átta ár áður en hún hélt til Noregs og fékk ríkisborgararétt fyrr á þessu ári. Rakel Dögg var fyrir ári síðan einnig á mála hjá Levanger og varð fyrir því óláni að slíta krossband í hné í síðasta leik liðsins fyrir landsliðshlé sem var gert á deildinni vegna HM í Brasilíu. Hún er nú komin af stað á nýjan leik með uppeldisfélagi sínu, Stjörnunni í Garðabæ, og var í gær valin í landsliðið í fyrsta sinn síðan hún meiddist. Meiðslin tóku mikið á„Landsliðið hefur haldið mér gangandi í öllu þessu ferli," sagði Rakel Dögg á blaðamannafundi HSÍ í gær. „Það er ekkert leyndarmál að þessi meiðsli tóku mikið á sálartetrið og það komu stundir þar sem ég átti erfitt með að koma mér af stað og taka endurhæfingunni af fullri alvöru. En eftir að landsliðið komst inn á EM var það úr sögunni. Ég gerði allt sem ég gat – aukaæfingar og allt slíkt – til að komast aftur af stað í handboltanum," segir Rakel. Þrátt fyrir meiðslin fór hún með til Brasilíu og í dag segist hún afar þakklát fyrir það. „Það kann að vera að einhverjum hefði fundist það peningasóun en í dag þakka ég mikið fyrir að hafa fengið að upplifa þetta með þeim. Mér finnst ég líka hafa átt minn hluta í árangrinum enda sat ég alla fundi, var leikmönnunum innan handar eftir æfingar og leiki og tók þátt í bæði gleði- og sorgarstundum. Ég veit ekki hvort ég hefði hreinlega getað horft á leikina í sjónvarpi í kuldanum heima á Íslandi," sagði hún. Ég lærði af mótinu í BrasilíuRakel viðurkennir þó að það hafi stundum verið erfitt fyrir sig að sitja utan vallar og fylgjast með. „Þegar þjóðsöngurinn var spilaður fyrir fyrsta leikinn sat ég upp í stúku með tárin í augunum. En heilt yfir var ferðin algjörlega frábær og það fór heilmikið inn á reynslubankann hjá mér – rétt eins og hjá öðrum leikmönnum. Ísland keppti á sínu fyrsta stórmóti á EM í Danmörku fyrir tveimur árum. Þar tapaði liðið öllum sínum leikjum í riðlinum og komst ekki áfram í milliriðlana. Stelpurnar komu svo skemmtilega á óvart á HM í Brasilíu í fyrra þar sem þær unnu stórþjóðir á borð við Þýskaland og Svartfjallaland. Liðið komst í 16-liða úrslit en tapaði fyrir þáverandi heimsmeistaraliði Rússlands. Getum unnið hvern sem erÁ EM í Serbíu komast þrjú lið af fjórum áfram í milliriðlana en Ísland er í sterkum riðli með Rúmeníu, Svartfjallalandi og Rússlandi. „Við eigum heima á öllum stórmótum. Það er mitt mat," segir Rakel en viðurkennir að verkefnið verði erfitt. „Það eru kannski ekki margir á alþjóðavettvangi sem hafa trú á okkur enda erum við litla liðið samkvæmt öllum sögubókum. En við höfum spilað frábærlega síðustu ár og unnið sterkar þjóðir sem hafa spilað til verðlauna á stórmótum. Við vitum að það þarf allt að ganga upp til að vinna þessu sterku þjóðir en við höfum fulla trú á okkur og að við getum unnið hvaða lið sem er á góðum degi." Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
22 leikmenn voru í gær valdir í æfingahóp íslenska landsliðsins fyrir EM kvenna sem hefst í Serbíu þann 4. desember næstkomandi. Í næstu viku verður hópurinn skorinn niður í þá sextán leikmenn sem munu halda utan. Meðal þeirra leikmanna sem eru í hópnum nú eru Rakel Dögg Bragadóttir, leikmaður Stjörnunnar, og Ramune Pekarskyte sem er á mála hjá norska liðinu Levanger. Hún lék með Haukum í átta ár áður en hún hélt til Noregs og fékk ríkisborgararétt fyrr á þessu ári. Rakel Dögg var fyrir ári síðan einnig á mála hjá Levanger og varð fyrir því óláni að slíta krossband í hné í síðasta leik liðsins fyrir landsliðshlé sem var gert á deildinni vegna HM í Brasilíu. Hún er nú komin af stað á nýjan leik með uppeldisfélagi sínu, Stjörnunni í Garðabæ, og var í gær valin í landsliðið í fyrsta sinn síðan hún meiddist. Meiðslin tóku mikið á„Landsliðið hefur haldið mér gangandi í öllu þessu ferli," sagði Rakel Dögg á blaðamannafundi HSÍ í gær. „Það er ekkert leyndarmál að þessi meiðsli tóku mikið á sálartetrið og það komu stundir þar sem ég átti erfitt með að koma mér af stað og taka endurhæfingunni af fullri alvöru. En eftir að landsliðið komst inn á EM var það úr sögunni. Ég gerði allt sem ég gat – aukaæfingar og allt slíkt – til að komast aftur af stað í handboltanum," segir Rakel. Þrátt fyrir meiðslin fór hún með til Brasilíu og í dag segist hún afar þakklát fyrir það. „Það kann að vera að einhverjum hefði fundist það peningasóun en í dag þakka ég mikið fyrir að hafa fengið að upplifa þetta með þeim. Mér finnst ég líka hafa átt minn hluta í árangrinum enda sat ég alla fundi, var leikmönnunum innan handar eftir æfingar og leiki og tók þátt í bæði gleði- og sorgarstundum. Ég veit ekki hvort ég hefði hreinlega getað horft á leikina í sjónvarpi í kuldanum heima á Íslandi," sagði hún. Ég lærði af mótinu í BrasilíuRakel viðurkennir þó að það hafi stundum verið erfitt fyrir sig að sitja utan vallar og fylgjast með. „Þegar þjóðsöngurinn var spilaður fyrir fyrsta leikinn sat ég upp í stúku með tárin í augunum. En heilt yfir var ferðin algjörlega frábær og það fór heilmikið inn á reynslubankann hjá mér – rétt eins og hjá öðrum leikmönnum. Ísland keppti á sínu fyrsta stórmóti á EM í Danmörku fyrir tveimur árum. Þar tapaði liðið öllum sínum leikjum í riðlinum og komst ekki áfram í milliriðlana. Stelpurnar komu svo skemmtilega á óvart á HM í Brasilíu í fyrra þar sem þær unnu stórþjóðir á borð við Þýskaland og Svartfjallaland. Liðið komst í 16-liða úrslit en tapaði fyrir þáverandi heimsmeistaraliði Rússlands. Getum unnið hvern sem erÁ EM í Serbíu komast þrjú lið af fjórum áfram í milliriðlana en Ísland er í sterkum riðli með Rúmeníu, Svartfjallalandi og Rússlandi. „Við eigum heima á öllum stórmótum. Það er mitt mat," segir Rakel en viðurkennir að verkefnið verði erfitt. „Það eru kannski ekki margir á alþjóðavettvangi sem hafa trú á okkur enda erum við litla liðið samkvæmt öllum sögubókum. En við höfum spilað frábærlega síðustu ár og unnið sterkar þjóðir sem hafa spilað til verðlauna á stórmótum. Við vitum að það þarf allt að ganga upp til að vinna þessu sterku þjóðir en við höfum fulla trú á okkur og að við getum unnið hvaða lið sem er á góðum degi."
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti