Deila um ábyrgð á lánsuppgjörum 17. febrúar 2012 06:00 Þingmenn ræddu í gær um áhrif dóms Hæstaréttar varðandi gengislán. Bjarni Benediktsson var gagnrýninn á ríkisstjórnina. fréttablaðið/gva Þingmenn deila um hver beri ábyrgð á stöðu mála eftir gengislánadóm Hæstaréttar og raunar um hver sú ábyrgð sé. Stjórnarliðar segja hin ólöglegu lög hafa komið lántakendum til góða, en stjórnarandstæðingar segja fullkomna óvissu ríkja í skuldamálum. Þó stjórnarflokkarnir séu einhuga gæti málið aukið á erfiði þeirra sem er ærið fyrir. Óhætt er að segja að dómur Hæstaréttar hafi skekið samfélagið og hefur þingmönnum orðið tíðrætt um hann. Sitt sýnist hverjum um afleiðingarnar. Óumdeilt virðist að dómurinn muni ekki ógna fjármálalegum stöðugleika, um það eru þingmenn sammála. Það hafa enda forsvarsmenn bankakerfisins og Fjármálaeftirlitsins gefið út. Þingmönnum hefur orðið tíðrætt um hver beri ábyrgð á því ástandi sem upp er komið. Óvissa á óvissu ofanSérstök umræða var um málið á þingi í gær og flutti Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, munnlega skýrslu um málið. Honum var tíðrætt um að erfitt væri að meta hve víðtækt fordæmisgildi dóms Hæstaréttar væri, þar sem um væri að ræða einstaklingsbundið mál. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði dóminn sýna að sú tilraun sem gerð var með lögum frá Alþingi til að reyna að leysa úr vandamálinu hefði mistekist. Hann sagði Sjálfstæðisflokkinn hafa varað við því og viljað taka lögin upp þar sem hætta væri á að einhverjir leituðu réttar síns með málssókn. Ekki hefði verið hlustað á flokkinn. „Þá höfum við ítrekað lagt fram tillögur um það, og þeim verið hafnað, að mál sem snertu uppgjör vegna lánasamninga fengju flýtimeðferð í dómskerfinu. Því var hafnað og það sagt óþarfi.“ Bjarni sagði dóminn sýna að menn hefðu flýtt sér um of á sínum tíma. Ekki hefði verið hlustað á ábendingar um að um ólögmæt lög gæti verið að ræða. „Við stöndum frammi fyrir því núna, þremur árum eftir að ríkisstjórnin tók við, að fjöldi mála sem varða skuldauppgjör heimilanna í landinu eru í óvissu.“ Varkárni eða inngrip?Stjórnarþingmenn lögðu mikla áherslu á að lögin, sem Hæstiréttur úrskurðaði ólögleg hefðu komið almenningi til góða. Lántakendur hefðu flestir fengið endurgreiðslu og ættu núna von á hærri upphæðum frá bönkunum. Árni Páll Árnason, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, sagði lögin hafa einkennst af varúðarsjónarmiði. Gengið hefði verið eins langt og hægt væri fyrir lántakendur, án þess að ganga á eignarréttinn. Stjórnarliðar sögðu að hættan hefði ætíð verið sú að ef miðað hefði verið við samningsvexti hefðu bankarnir mögulega farið í mál. Ef það ynnist þyrftu skuldarar mögulega að greiða til baka og ríkið yrði mögulega skaðabótaskylt. Formaður Sjálfstæðisflokksins gaf lítið fyrir þessar skýringar. Hann sagði greinargerðina með lögunum ítrekað réttlæta það inngrip sem þau fólu í sér og las upp eftirfarandi kafla: „Þá er hætt við því að réttlætiskennd almennings verði misboðið og greiðsluvilji einstaklinga þverri ef fjárhagsleg staða heimila verður látin ráðast að stórum hluta af tilviljunarkenndu orðalagi í samningum sem einstaklingar höfðu ekki forsendur til þess að meta á sjálfstæðan hátt. Því er hætt við að það ójafnræði sem myndast þegar einn aðili fær gengistryggingu dæmda ólöglega en annar stendur uppi með lögmætan lánssamning dragi úr greiðsluvilja þeirra síðarnefndu. Af þeim sökum er sanngjarnt sem og mikilvægt fyrir fjármálastöðugleika að jafnræðis sé gætt í meðferð sams konar og eðlislíkra neytendalána.“ Þetta sagði Bjarni sýna ríkisstjórnin hafi talið það ósanngjarnt að einhver ætti betri rétt en annar og það gæti dregið úr greiðsluvilja hinna að leyfa honum að njóta þess. Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Fleiri fréttir Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Sjá meira
Þingmenn deila um hver beri ábyrgð á stöðu mála eftir gengislánadóm Hæstaréttar og raunar um hver sú ábyrgð sé. Stjórnarliðar segja hin ólöglegu lög hafa komið lántakendum til góða, en stjórnarandstæðingar segja fullkomna óvissu ríkja í skuldamálum. Þó stjórnarflokkarnir séu einhuga gæti málið aukið á erfiði þeirra sem er ærið fyrir. Óhætt er að segja að dómur Hæstaréttar hafi skekið samfélagið og hefur þingmönnum orðið tíðrætt um hann. Sitt sýnist hverjum um afleiðingarnar. Óumdeilt virðist að dómurinn muni ekki ógna fjármálalegum stöðugleika, um það eru þingmenn sammála. Það hafa enda forsvarsmenn bankakerfisins og Fjármálaeftirlitsins gefið út. Þingmönnum hefur orðið tíðrætt um hver beri ábyrgð á því ástandi sem upp er komið. Óvissa á óvissu ofanSérstök umræða var um málið á þingi í gær og flutti Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, munnlega skýrslu um málið. Honum var tíðrætt um að erfitt væri að meta hve víðtækt fordæmisgildi dóms Hæstaréttar væri, þar sem um væri að ræða einstaklingsbundið mál. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði dóminn sýna að sú tilraun sem gerð var með lögum frá Alþingi til að reyna að leysa úr vandamálinu hefði mistekist. Hann sagði Sjálfstæðisflokkinn hafa varað við því og viljað taka lögin upp þar sem hætta væri á að einhverjir leituðu réttar síns með málssókn. Ekki hefði verið hlustað á flokkinn. „Þá höfum við ítrekað lagt fram tillögur um það, og þeim verið hafnað, að mál sem snertu uppgjör vegna lánasamninga fengju flýtimeðferð í dómskerfinu. Því var hafnað og það sagt óþarfi.“ Bjarni sagði dóminn sýna að menn hefðu flýtt sér um of á sínum tíma. Ekki hefði verið hlustað á ábendingar um að um ólögmæt lög gæti verið að ræða. „Við stöndum frammi fyrir því núna, þremur árum eftir að ríkisstjórnin tók við, að fjöldi mála sem varða skuldauppgjör heimilanna í landinu eru í óvissu.“ Varkárni eða inngrip?Stjórnarþingmenn lögðu mikla áherslu á að lögin, sem Hæstiréttur úrskurðaði ólögleg hefðu komið almenningi til góða. Lántakendur hefðu flestir fengið endurgreiðslu og ættu núna von á hærri upphæðum frá bönkunum. Árni Páll Árnason, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, sagði lögin hafa einkennst af varúðarsjónarmiði. Gengið hefði verið eins langt og hægt væri fyrir lántakendur, án þess að ganga á eignarréttinn. Stjórnarliðar sögðu að hættan hefði ætíð verið sú að ef miðað hefði verið við samningsvexti hefðu bankarnir mögulega farið í mál. Ef það ynnist þyrftu skuldarar mögulega að greiða til baka og ríkið yrði mögulega skaðabótaskylt. Formaður Sjálfstæðisflokksins gaf lítið fyrir þessar skýringar. Hann sagði greinargerðina með lögunum ítrekað réttlæta það inngrip sem þau fólu í sér og las upp eftirfarandi kafla: „Þá er hætt við því að réttlætiskennd almennings verði misboðið og greiðsluvilji einstaklinga þverri ef fjárhagsleg staða heimila verður látin ráðast að stórum hluta af tilviljunarkenndu orðalagi í samningum sem einstaklingar höfðu ekki forsendur til þess að meta á sjálfstæðan hátt. Því er hætt við að það ójafnræði sem myndast þegar einn aðili fær gengistryggingu dæmda ólöglega en annar stendur uppi með lögmætan lánssamning dragi úr greiðsluvilja þeirra síðarnefndu. Af þeim sökum er sanngjarnt sem og mikilvægt fyrir fjármálastöðugleika að jafnræðis sé gætt í meðferð sams konar og eðlislíkra neytendalána.“ Þetta sagði Bjarni sýna ríkisstjórnin hafi talið það ósanngjarnt að einhver ætti betri rétt en annar og það gæti dregið úr greiðsluvilja hinna að leyfa honum að njóta þess.
Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Fleiri fréttir Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Sjá meira