Nýr Landspítali 14. desember 2012 06:00 Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær skipulag fyrir nýjan Landspítala við Hringbraut. Ekkert skipulagsmál hefur fengið viðlíka umfjöllun, greiningu og kynningu á vettvangi borgarinnar. Borgarfulltrúar hafa kynnt sér málið afar vel út frá borgarskipulaginu, þróun heilbrigðisþjónustu, samgöngu- og umferðarmálum, hagsmunum borgarinnar og vitanlega landsins alls. Bygging nýs Landspítala er risavaxið mál sem hlaut að verða umdeilt. Fjöldi athugasemda barst frá borgarbúum vegna skipulagsins. Þær lutu einkum að byggingarstað, umferðarmálum og byggingarmagni. Farið var vandlega yfir þær allar og þeim svarað ítarlega. Útfærsla skipulags hefur tekið mikilvægum breytingum á þeim tíma sem málið hefur verið til meðferðar hjá borgaryfirvöldum. Helgunarsvæði spítalans var minnkað verulega og Einarsgarði hlíft. Farið var í ítarlega úttekt á umferðarmálum og lagðar fram áætlanir sem eiga að koma í veg fyrir að bílaumferð aukist að ráði. Reykjavík hefur undanfarna áratugi byggst upp sem mikil bílaborg. Við viljum vinda ofan af þeirri þróun og gera Reykjavík að vistvænni borg þar sem margvíslegir samgöngumátar eru jafn réttháir. Hvað varðar staðsetningu spítalans sýna endurteknar athuganir og úttektir að hagkvæmast er að byggja nýjan Landspítala við Hringbraut þar sem gamli Landspítalinn er. Hringbrautarlóðin liggur auk þess betur en nokkur önnur hugsanleg spítalalóð við umferð í borginni. Það á jafnt við umferð bíla, strætisvagna, hjólandi vegfarenda og fótgangandi.Þjóðarsjúkrahús Við teljum það mikið hagsmunamál fyrir Reykvíkinga, og landsmenn alla, að bygging nýs Landspítala verði að veruleika. Í meðferðarkjarna spítalans er gert ráð fyrir 180 legurúmum, öllum í sérbýli. Við hönnun spítalans er lögð mikil áhersla á vellíðan sjúklinga og að aðstaða fyrir aðstandendur og starfsfólk verði sem allra best. Að auki verður byggt sjúkrahótel norðan við núverandi barnadeild og kvennadeild með 77 einstaklings- og fjölskylduherbergjum. Þau munu fyrst og fremst nýtast fólki sem þarf heilsu sinnar eða aðstandenda vegna að dvelja fjarri heimabyggð vegna rannsókna og meðferðar. Einnig þar verður lögð áhersla á heimilislegt og hlýlegt umhverfi. Meðal frændþjóða okkar eru sjúkrahótel orðinn nauðsynlegur hluti nútímaspítalastarfsemi. Við teljum það nauðsynlegt fyrir heilbrigðisþjónustu á Íslandi að sameiningu spítalanna tveggja í Fossvogi og við Hringbraut verði fylgt eftir með því að starfsemin verði á sama stað. Færð hafa verið sannfærandi rök fyrir því að við breytingarnar skapist betri aðstaða fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk, meira rými fyrir nauðsynlegan tækjabúnað, sterkari tengsl við heilbrigðisvísindasvið háskólans og tækifæri til betri nýtingar almannafjár. Við teljum að Landspítalinn verði sannkallað þjóðarsjúkrahús og sem slíkt stolt höfuðborgarinnar. Við óskum framkvæmdaaðilum velfarnaðar á komandi misserum og óskum eftir góðu samstarfi á uppbyggingartímanum. Jón Gnarr, Dagur B. Eggertsson, Elsa Yeoman, Oddný Sturludóttir, Einar Örn Benediktsson, Óttarr Proppé, Björk Vilhelmsdóttir, Karl Sigurðsson, Eva Einarsdóttir, Páll Hjalti Hjaltason og Hjálmar Sveinsson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær skipulag fyrir nýjan Landspítala við Hringbraut. Ekkert skipulagsmál hefur fengið viðlíka umfjöllun, greiningu og kynningu á vettvangi borgarinnar. Borgarfulltrúar hafa kynnt sér málið afar vel út frá borgarskipulaginu, þróun heilbrigðisþjónustu, samgöngu- og umferðarmálum, hagsmunum borgarinnar og vitanlega landsins alls. Bygging nýs Landspítala er risavaxið mál sem hlaut að verða umdeilt. Fjöldi athugasemda barst frá borgarbúum vegna skipulagsins. Þær lutu einkum að byggingarstað, umferðarmálum og byggingarmagni. Farið var vandlega yfir þær allar og þeim svarað ítarlega. Útfærsla skipulags hefur tekið mikilvægum breytingum á þeim tíma sem málið hefur verið til meðferðar hjá borgaryfirvöldum. Helgunarsvæði spítalans var minnkað verulega og Einarsgarði hlíft. Farið var í ítarlega úttekt á umferðarmálum og lagðar fram áætlanir sem eiga að koma í veg fyrir að bílaumferð aukist að ráði. Reykjavík hefur undanfarna áratugi byggst upp sem mikil bílaborg. Við viljum vinda ofan af þeirri þróun og gera Reykjavík að vistvænni borg þar sem margvíslegir samgöngumátar eru jafn réttháir. Hvað varðar staðsetningu spítalans sýna endurteknar athuganir og úttektir að hagkvæmast er að byggja nýjan Landspítala við Hringbraut þar sem gamli Landspítalinn er. Hringbrautarlóðin liggur auk þess betur en nokkur önnur hugsanleg spítalalóð við umferð í borginni. Það á jafnt við umferð bíla, strætisvagna, hjólandi vegfarenda og fótgangandi.Þjóðarsjúkrahús Við teljum það mikið hagsmunamál fyrir Reykvíkinga, og landsmenn alla, að bygging nýs Landspítala verði að veruleika. Í meðferðarkjarna spítalans er gert ráð fyrir 180 legurúmum, öllum í sérbýli. Við hönnun spítalans er lögð mikil áhersla á vellíðan sjúklinga og að aðstaða fyrir aðstandendur og starfsfólk verði sem allra best. Að auki verður byggt sjúkrahótel norðan við núverandi barnadeild og kvennadeild með 77 einstaklings- og fjölskylduherbergjum. Þau munu fyrst og fremst nýtast fólki sem þarf heilsu sinnar eða aðstandenda vegna að dvelja fjarri heimabyggð vegna rannsókna og meðferðar. Einnig þar verður lögð áhersla á heimilislegt og hlýlegt umhverfi. Meðal frændþjóða okkar eru sjúkrahótel orðinn nauðsynlegur hluti nútímaspítalastarfsemi. Við teljum það nauðsynlegt fyrir heilbrigðisþjónustu á Íslandi að sameiningu spítalanna tveggja í Fossvogi og við Hringbraut verði fylgt eftir með því að starfsemin verði á sama stað. Færð hafa verið sannfærandi rök fyrir því að við breytingarnar skapist betri aðstaða fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk, meira rými fyrir nauðsynlegan tækjabúnað, sterkari tengsl við heilbrigðisvísindasvið háskólans og tækifæri til betri nýtingar almannafjár. Við teljum að Landspítalinn verði sannkallað þjóðarsjúkrahús og sem slíkt stolt höfuðborgarinnar. Við óskum framkvæmdaaðilum velfarnaðar á komandi misserum og óskum eftir góðu samstarfi á uppbyggingartímanum. Jón Gnarr, Dagur B. Eggertsson, Elsa Yeoman, Oddný Sturludóttir, Einar Örn Benediktsson, Óttarr Proppé, Björk Vilhelmsdóttir, Karl Sigurðsson, Eva Einarsdóttir, Páll Hjalti Hjaltason og Hjálmar Sveinsson.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar