Nýr Landspítali 14. desember 2012 06:00 Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær skipulag fyrir nýjan Landspítala við Hringbraut. Ekkert skipulagsmál hefur fengið viðlíka umfjöllun, greiningu og kynningu á vettvangi borgarinnar. Borgarfulltrúar hafa kynnt sér málið afar vel út frá borgarskipulaginu, þróun heilbrigðisþjónustu, samgöngu- og umferðarmálum, hagsmunum borgarinnar og vitanlega landsins alls. Bygging nýs Landspítala er risavaxið mál sem hlaut að verða umdeilt. Fjöldi athugasemda barst frá borgarbúum vegna skipulagsins. Þær lutu einkum að byggingarstað, umferðarmálum og byggingarmagni. Farið var vandlega yfir þær allar og þeim svarað ítarlega. Útfærsla skipulags hefur tekið mikilvægum breytingum á þeim tíma sem málið hefur verið til meðferðar hjá borgaryfirvöldum. Helgunarsvæði spítalans var minnkað verulega og Einarsgarði hlíft. Farið var í ítarlega úttekt á umferðarmálum og lagðar fram áætlanir sem eiga að koma í veg fyrir að bílaumferð aukist að ráði. Reykjavík hefur undanfarna áratugi byggst upp sem mikil bílaborg. Við viljum vinda ofan af þeirri þróun og gera Reykjavík að vistvænni borg þar sem margvíslegir samgöngumátar eru jafn réttháir. Hvað varðar staðsetningu spítalans sýna endurteknar athuganir og úttektir að hagkvæmast er að byggja nýjan Landspítala við Hringbraut þar sem gamli Landspítalinn er. Hringbrautarlóðin liggur auk þess betur en nokkur önnur hugsanleg spítalalóð við umferð í borginni. Það á jafnt við umferð bíla, strætisvagna, hjólandi vegfarenda og fótgangandi.Þjóðarsjúkrahús Við teljum það mikið hagsmunamál fyrir Reykvíkinga, og landsmenn alla, að bygging nýs Landspítala verði að veruleika. Í meðferðarkjarna spítalans er gert ráð fyrir 180 legurúmum, öllum í sérbýli. Við hönnun spítalans er lögð mikil áhersla á vellíðan sjúklinga og að aðstaða fyrir aðstandendur og starfsfólk verði sem allra best. Að auki verður byggt sjúkrahótel norðan við núverandi barnadeild og kvennadeild með 77 einstaklings- og fjölskylduherbergjum. Þau munu fyrst og fremst nýtast fólki sem þarf heilsu sinnar eða aðstandenda vegna að dvelja fjarri heimabyggð vegna rannsókna og meðferðar. Einnig þar verður lögð áhersla á heimilislegt og hlýlegt umhverfi. Meðal frændþjóða okkar eru sjúkrahótel orðinn nauðsynlegur hluti nútímaspítalastarfsemi. Við teljum það nauðsynlegt fyrir heilbrigðisþjónustu á Íslandi að sameiningu spítalanna tveggja í Fossvogi og við Hringbraut verði fylgt eftir með því að starfsemin verði á sama stað. Færð hafa verið sannfærandi rök fyrir því að við breytingarnar skapist betri aðstaða fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk, meira rými fyrir nauðsynlegan tækjabúnað, sterkari tengsl við heilbrigðisvísindasvið háskólans og tækifæri til betri nýtingar almannafjár. Við teljum að Landspítalinn verði sannkallað þjóðarsjúkrahús og sem slíkt stolt höfuðborgarinnar. Við óskum framkvæmdaaðilum velfarnaðar á komandi misserum og óskum eftir góðu samstarfi á uppbyggingartímanum. Jón Gnarr, Dagur B. Eggertsson, Elsa Yeoman, Oddný Sturludóttir, Einar Örn Benediktsson, Óttarr Proppé, Björk Vilhelmsdóttir, Karl Sigurðsson, Eva Einarsdóttir, Páll Hjalti Hjaltason og Hjálmar Sveinsson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær skipulag fyrir nýjan Landspítala við Hringbraut. Ekkert skipulagsmál hefur fengið viðlíka umfjöllun, greiningu og kynningu á vettvangi borgarinnar. Borgarfulltrúar hafa kynnt sér málið afar vel út frá borgarskipulaginu, þróun heilbrigðisþjónustu, samgöngu- og umferðarmálum, hagsmunum borgarinnar og vitanlega landsins alls. Bygging nýs Landspítala er risavaxið mál sem hlaut að verða umdeilt. Fjöldi athugasemda barst frá borgarbúum vegna skipulagsins. Þær lutu einkum að byggingarstað, umferðarmálum og byggingarmagni. Farið var vandlega yfir þær allar og þeim svarað ítarlega. Útfærsla skipulags hefur tekið mikilvægum breytingum á þeim tíma sem málið hefur verið til meðferðar hjá borgaryfirvöldum. Helgunarsvæði spítalans var minnkað verulega og Einarsgarði hlíft. Farið var í ítarlega úttekt á umferðarmálum og lagðar fram áætlanir sem eiga að koma í veg fyrir að bílaumferð aukist að ráði. Reykjavík hefur undanfarna áratugi byggst upp sem mikil bílaborg. Við viljum vinda ofan af þeirri þróun og gera Reykjavík að vistvænni borg þar sem margvíslegir samgöngumátar eru jafn réttháir. Hvað varðar staðsetningu spítalans sýna endurteknar athuganir og úttektir að hagkvæmast er að byggja nýjan Landspítala við Hringbraut þar sem gamli Landspítalinn er. Hringbrautarlóðin liggur auk þess betur en nokkur önnur hugsanleg spítalalóð við umferð í borginni. Það á jafnt við umferð bíla, strætisvagna, hjólandi vegfarenda og fótgangandi.Þjóðarsjúkrahús Við teljum það mikið hagsmunamál fyrir Reykvíkinga, og landsmenn alla, að bygging nýs Landspítala verði að veruleika. Í meðferðarkjarna spítalans er gert ráð fyrir 180 legurúmum, öllum í sérbýli. Við hönnun spítalans er lögð mikil áhersla á vellíðan sjúklinga og að aðstaða fyrir aðstandendur og starfsfólk verði sem allra best. Að auki verður byggt sjúkrahótel norðan við núverandi barnadeild og kvennadeild með 77 einstaklings- og fjölskylduherbergjum. Þau munu fyrst og fremst nýtast fólki sem þarf heilsu sinnar eða aðstandenda vegna að dvelja fjarri heimabyggð vegna rannsókna og meðferðar. Einnig þar verður lögð áhersla á heimilislegt og hlýlegt umhverfi. Meðal frændþjóða okkar eru sjúkrahótel orðinn nauðsynlegur hluti nútímaspítalastarfsemi. Við teljum það nauðsynlegt fyrir heilbrigðisþjónustu á Íslandi að sameiningu spítalanna tveggja í Fossvogi og við Hringbraut verði fylgt eftir með því að starfsemin verði á sama stað. Færð hafa verið sannfærandi rök fyrir því að við breytingarnar skapist betri aðstaða fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk, meira rými fyrir nauðsynlegan tækjabúnað, sterkari tengsl við heilbrigðisvísindasvið háskólans og tækifæri til betri nýtingar almannafjár. Við teljum að Landspítalinn verði sannkallað þjóðarsjúkrahús og sem slíkt stolt höfuðborgarinnar. Við óskum framkvæmdaaðilum velfarnaðar á komandi misserum og óskum eftir góðu samstarfi á uppbyggingartímanum. Jón Gnarr, Dagur B. Eggertsson, Elsa Yeoman, Oddný Sturludóttir, Einar Örn Benediktsson, Óttarr Proppé, Björk Vilhelmsdóttir, Karl Sigurðsson, Eva Einarsdóttir, Páll Hjalti Hjaltason og Hjálmar Sveinsson.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar