Nýr Landspítali 14. desember 2012 06:00 Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær skipulag fyrir nýjan Landspítala við Hringbraut. Ekkert skipulagsmál hefur fengið viðlíka umfjöllun, greiningu og kynningu á vettvangi borgarinnar. Borgarfulltrúar hafa kynnt sér málið afar vel út frá borgarskipulaginu, þróun heilbrigðisþjónustu, samgöngu- og umferðarmálum, hagsmunum borgarinnar og vitanlega landsins alls. Bygging nýs Landspítala er risavaxið mál sem hlaut að verða umdeilt. Fjöldi athugasemda barst frá borgarbúum vegna skipulagsins. Þær lutu einkum að byggingarstað, umferðarmálum og byggingarmagni. Farið var vandlega yfir þær allar og þeim svarað ítarlega. Útfærsla skipulags hefur tekið mikilvægum breytingum á þeim tíma sem málið hefur verið til meðferðar hjá borgaryfirvöldum. Helgunarsvæði spítalans var minnkað verulega og Einarsgarði hlíft. Farið var í ítarlega úttekt á umferðarmálum og lagðar fram áætlanir sem eiga að koma í veg fyrir að bílaumferð aukist að ráði. Reykjavík hefur undanfarna áratugi byggst upp sem mikil bílaborg. Við viljum vinda ofan af þeirri þróun og gera Reykjavík að vistvænni borg þar sem margvíslegir samgöngumátar eru jafn réttháir. Hvað varðar staðsetningu spítalans sýna endurteknar athuganir og úttektir að hagkvæmast er að byggja nýjan Landspítala við Hringbraut þar sem gamli Landspítalinn er. Hringbrautarlóðin liggur auk þess betur en nokkur önnur hugsanleg spítalalóð við umferð í borginni. Það á jafnt við umferð bíla, strætisvagna, hjólandi vegfarenda og fótgangandi.Þjóðarsjúkrahús Við teljum það mikið hagsmunamál fyrir Reykvíkinga, og landsmenn alla, að bygging nýs Landspítala verði að veruleika. Í meðferðarkjarna spítalans er gert ráð fyrir 180 legurúmum, öllum í sérbýli. Við hönnun spítalans er lögð mikil áhersla á vellíðan sjúklinga og að aðstaða fyrir aðstandendur og starfsfólk verði sem allra best. Að auki verður byggt sjúkrahótel norðan við núverandi barnadeild og kvennadeild með 77 einstaklings- og fjölskylduherbergjum. Þau munu fyrst og fremst nýtast fólki sem þarf heilsu sinnar eða aðstandenda vegna að dvelja fjarri heimabyggð vegna rannsókna og meðferðar. Einnig þar verður lögð áhersla á heimilislegt og hlýlegt umhverfi. Meðal frændþjóða okkar eru sjúkrahótel orðinn nauðsynlegur hluti nútímaspítalastarfsemi. Við teljum það nauðsynlegt fyrir heilbrigðisþjónustu á Íslandi að sameiningu spítalanna tveggja í Fossvogi og við Hringbraut verði fylgt eftir með því að starfsemin verði á sama stað. Færð hafa verið sannfærandi rök fyrir því að við breytingarnar skapist betri aðstaða fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk, meira rými fyrir nauðsynlegan tækjabúnað, sterkari tengsl við heilbrigðisvísindasvið háskólans og tækifæri til betri nýtingar almannafjár. Við teljum að Landspítalinn verði sannkallað þjóðarsjúkrahús og sem slíkt stolt höfuðborgarinnar. Við óskum framkvæmdaaðilum velfarnaðar á komandi misserum og óskum eftir góðu samstarfi á uppbyggingartímanum. Jón Gnarr, Dagur B. Eggertsson, Elsa Yeoman, Oddný Sturludóttir, Einar Örn Benediktsson, Óttarr Proppé, Björk Vilhelmsdóttir, Karl Sigurðsson, Eva Einarsdóttir, Páll Hjalti Hjaltason og Hjálmar Sveinsson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Sjá meira
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær skipulag fyrir nýjan Landspítala við Hringbraut. Ekkert skipulagsmál hefur fengið viðlíka umfjöllun, greiningu og kynningu á vettvangi borgarinnar. Borgarfulltrúar hafa kynnt sér málið afar vel út frá borgarskipulaginu, þróun heilbrigðisþjónustu, samgöngu- og umferðarmálum, hagsmunum borgarinnar og vitanlega landsins alls. Bygging nýs Landspítala er risavaxið mál sem hlaut að verða umdeilt. Fjöldi athugasemda barst frá borgarbúum vegna skipulagsins. Þær lutu einkum að byggingarstað, umferðarmálum og byggingarmagni. Farið var vandlega yfir þær allar og þeim svarað ítarlega. Útfærsla skipulags hefur tekið mikilvægum breytingum á þeim tíma sem málið hefur verið til meðferðar hjá borgaryfirvöldum. Helgunarsvæði spítalans var minnkað verulega og Einarsgarði hlíft. Farið var í ítarlega úttekt á umferðarmálum og lagðar fram áætlanir sem eiga að koma í veg fyrir að bílaumferð aukist að ráði. Reykjavík hefur undanfarna áratugi byggst upp sem mikil bílaborg. Við viljum vinda ofan af þeirri þróun og gera Reykjavík að vistvænni borg þar sem margvíslegir samgöngumátar eru jafn réttháir. Hvað varðar staðsetningu spítalans sýna endurteknar athuganir og úttektir að hagkvæmast er að byggja nýjan Landspítala við Hringbraut þar sem gamli Landspítalinn er. Hringbrautarlóðin liggur auk þess betur en nokkur önnur hugsanleg spítalalóð við umferð í borginni. Það á jafnt við umferð bíla, strætisvagna, hjólandi vegfarenda og fótgangandi.Þjóðarsjúkrahús Við teljum það mikið hagsmunamál fyrir Reykvíkinga, og landsmenn alla, að bygging nýs Landspítala verði að veruleika. Í meðferðarkjarna spítalans er gert ráð fyrir 180 legurúmum, öllum í sérbýli. Við hönnun spítalans er lögð mikil áhersla á vellíðan sjúklinga og að aðstaða fyrir aðstandendur og starfsfólk verði sem allra best. Að auki verður byggt sjúkrahótel norðan við núverandi barnadeild og kvennadeild með 77 einstaklings- og fjölskylduherbergjum. Þau munu fyrst og fremst nýtast fólki sem þarf heilsu sinnar eða aðstandenda vegna að dvelja fjarri heimabyggð vegna rannsókna og meðferðar. Einnig þar verður lögð áhersla á heimilislegt og hlýlegt umhverfi. Meðal frændþjóða okkar eru sjúkrahótel orðinn nauðsynlegur hluti nútímaspítalastarfsemi. Við teljum það nauðsynlegt fyrir heilbrigðisþjónustu á Íslandi að sameiningu spítalanna tveggja í Fossvogi og við Hringbraut verði fylgt eftir með því að starfsemin verði á sama stað. Færð hafa verið sannfærandi rök fyrir því að við breytingarnar skapist betri aðstaða fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk, meira rými fyrir nauðsynlegan tækjabúnað, sterkari tengsl við heilbrigðisvísindasvið háskólans og tækifæri til betri nýtingar almannafjár. Við teljum að Landspítalinn verði sannkallað þjóðarsjúkrahús og sem slíkt stolt höfuðborgarinnar. Við óskum framkvæmdaaðilum velfarnaðar á komandi misserum og óskum eftir góðu samstarfi á uppbyggingartímanum. Jón Gnarr, Dagur B. Eggertsson, Elsa Yeoman, Oddný Sturludóttir, Einar Örn Benediktsson, Óttarr Proppé, Björk Vilhelmsdóttir, Karl Sigurðsson, Eva Einarsdóttir, Páll Hjalti Hjaltason og Hjálmar Sveinsson.
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun