Í fullu starfi sem víkingur 8. mars 2012 11:00 Gunnar Víking Ólafsson er formaður og stofnandi víkingafélagsins Einherja, sem heldur upp á fjögurra ára afmæli sitt í dag. Víkingafélagið Einherjar fagnar fjögurra ára afmæli sínu í dag, á baráttudegi kvenna. Formaður félagsins segir víkingalífið vera lífsstíl útaf fyrir sig og sjálfur er hann fullstarfandi víkingur. Gunnar Víking Ólafsson stofnaði Víkingafélagið Einherja 8. mars árið 2008 og er hann einnig formaður félagsins. Fjórtán manns eru skráðir í félagið, þar af tvær konur, og tekur Gunnar fram að það sé ávallt pláss fyrir fleiri meðlimi. „Við erum sýningamenn og hittumst þrisvar í viku og æfum skylmingar og vopnaburð fyrir sýningar. Það er nóg pláss fyrir nýliða í okkar röðum. Það eina sem fólk þarf að gera er að hafa samband eða kíkja niður í húsnæði til okkar. Sítt hár og skegg er ekki nauðsynlegt en nýliðar verða að sækja námskeið í vopnaburði,“ upplýsir Gunnar Víking. Félagið fékk úthlutað húsnæði í Nauthólsvíkinni fyrir ári og luku félagsmenn nýverið við að gera húsið upp. Í kjölfar þess langar félagana nú að koma á laggirnar eigin víkingahátíð, ekki ólíkri þeirri sem haldin er árlega í Hafnarfirði. „Stefnan er að halda svipaða hátíð og hefur verið í Hafnarfirði á vegum Rimmugýgjar. Okkar félag hefur aldrei tekið þátt í hátíðinni í Hafnarfirði, enda eru þær sýningar á vegum félagsmanna Rimmugýgjar. Við teljum þó að það sé pláss fyrir fleiri hátíðir í þessum dúr og þá víðar um landið.“ Spurður út í vopnin sem Einherja-menn nota segir Gunnar Víking þau pöntuð að utan og að það þurfi sérstakt leyfi frá Ríkislögreglustjóra til að flytja inn slíka gripi. „Vopnin eru raunveruleg þótt þau séu bitlaus og það má ekki hver sem er flytja slíkt vopn inn í landið. Sverðin eru mjög þung og geta valdið skaða og þess vegna er mikilvægt að fólk læri að meðhöndla þau rétt. Það eru einnig vissar reglur sem þarf að fylgja; það er bannað að slá andstæðinginn í háls eða höfuð og alveg bannað að meiða.“ Gunnar Víking er, líkt og nafnið gefur til kynna, víkingur í húð og hár. Hann ólst upp í Bandaríkjunum og segir skólafélaga sína aldrei hafa kallað sig annað en „The Viking“ þegar hann var barn. „Þetta er mitt starf og það sem ég geri. Ég tók upp nafnið Víking fyrir nokkru og það er einnig bílnúmerið mitt. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á víkingum og Þór var hetjan mín þegar ég var lítill strákur. Það er líka skemmtilegt að segja frá því að mamma mín vildi skíra mig Víking Þór á sínum tíma en í staðinn var ég skírður í höfuðið á föðurafa mínum, Gunnari Sal Úrsus, sterkasta manni Íslands.“ Hægt er að kynna sér starf félagsins frekar á Facebook undir nafninu Einherjar The Vikings of Reykjavík.sara@frettabladid.is Mest lesið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Sjá meira
Víkingafélagið Einherjar fagnar fjögurra ára afmæli sínu í dag, á baráttudegi kvenna. Formaður félagsins segir víkingalífið vera lífsstíl útaf fyrir sig og sjálfur er hann fullstarfandi víkingur. Gunnar Víking Ólafsson stofnaði Víkingafélagið Einherja 8. mars árið 2008 og er hann einnig formaður félagsins. Fjórtán manns eru skráðir í félagið, þar af tvær konur, og tekur Gunnar fram að það sé ávallt pláss fyrir fleiri meðlimi. „Við erum sýningamenn og hittumst þrisvar í viku og æfum skylmingar og vopnaburð fyrir sýningar. Það er nóg pláss fyrir nýliða í okkar röðum. Það eina sem fólk þarf að gera er að hafa samband eða kíkja niður í húsnæði til okkar. Sítt hár og skegg er ekki nauðsynlegt en nýliðar verða að sækja námskeið í vopnaburði,“ upplýsir Gunnar Víking. Félagið fékk úthlutað húsnæði í Nauthólsvíkinni fyrir ári og luku félagsmenn nýverið við að gera húsið upp. Í kjölfar þess langar félagana nú að koma á laggirnar eigin víkingahátíð, ekki ólíkri þeirri sem haldin er árlega í Hafnarfirði. „Stefnan er að halda svipaða hátíð og hefur verið í Hafnarfirði á vegum Rimmugýgjar. Okkar félag hefur aldrei tekið þátt í hátíðinni í Hafnarfirði, enda eru þær sýningar á vegum félagsmanna Rimmugýgjar. Við teljum þó að það sé pláss fyrir fleiri hátíðir í þessum dúr og þá víðar um landið.“ Spurður út í vopnin sem Einherja-menn nota segir Gunnar Víking þau pöntuð að utan og að það þurfi sérstakt leyfi frá Ríkislögreglustjóra til að flytja inn slíka gripi. „Vopnin eru raunveruleg þótt þau séu bitlaus og það má ekki hver sem er flytja slíkt vopn inn í landið. Sverðin eru mjög þung og geta valdið skaða og þess vegna er mikilvægt að fólk læri að meðhöndla þau rétt. Það eru einnig vissar reglur sem þarf að fylgja; það er bannað að slá andstæðinginn í háls eða höfuð og alveg bannað að meiða.“ Gunnar Víking er, líkt og nafnið gefur til kynna, víkingur í húð og hár. Hann ólst upp í Bandaríkjunum og segir skólafélaga sína aldrei hafa kallað sig annað en „The Viking“ þegar hann var barn. „Þetta er mitt starf og það sem ég geri. Ég tók upp nafnið Víking fyrir nokkru og það er einnig bílnúmerið mitt. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á víkingum og Þór var hetjan mín þegar ég var lítill strákur. Það er líka skemmtilegt að segja frá því að mamma mín vildi skíra mig Víking Þór á sínum tíma en í staðinn var ég skírður í höfuðið á föðurafa mínum, Gunnari Sal Úrsus, sterkasta manni Íslands.“ Hægt er að kynna sér starf félagsins frekar á Facebook undir nafninu Einherjar The Vikings of Reykjavík.sara@frettabladid.is
Mest lesið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Sjá meira