Móðir Assange óttast að sonur sinn hljóti dauðarefsingu BBI skrifar 3. ágúst 2012 10:38 Móðir Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, fullyrðir að málatilbúnaðurinn á hendur syni sínum séu pólitískar ofsóknir. Hún hefur áhyggjur af því að hann verði dæmdur til dauða ef hann verður framseldur til Bandaríkjanna. Hún hitti forseta Ekvador á miðvikudaginn, en Assange hefur sótt um pólitískt hæli í Ekvador. Assange leitaði skjóls í sendiráði Ekvador í Bretlandi eftir að Hæstiréttur Bretlands komst að þeirri niðurstöðu að það bæri að framselja hann til Svíþjóðar vegna meintra kynferðisbrota þar í landi. Í sendiráði Ekvador geta yfirvöld í Bretlandi ekki haft hendur í hári hans svo hann er í vari sem stendur. Móðir Assange óttast, eins og fleiri, að hann verði framseldur áfram til Bandaríkjanna vegna gruns um njósnir ef hann á annað borð kemur til Svíþjóðar. Í Bandaríkjunum á hann jafnvel yfir höfði sér ákærur um njósnastarfsemi vegna síðunnar WikiLeaks, en við henni liggur löng fangelsisrefsing eða jafnvel dauðarefsing. „Það er hreinlega enginn vafi um að þetta eru pólitískar ofsóknir, af hálfu sænskra saksóknara og lögreglunnar, með hjálp ríkisstjórnarinnar," segir móðir Assange. Henni finnst klikkað að yfirvöld hyggist dæma Assange fyrir njósnir „fyrir það eitt að vinna starf rannsóknarblaðamanns, sem er að segja sannleikann um vald." Henni finnst yfirvöld í Ekvador skilningsrík og segir þar starfa góða menn. Hún vonar að þeir geti bjargað syni sínum fyrir horn. Utanríkisráðherra Ekvador hefur gefið út að beiðni Assange verði svarað 12. ágúst næstkomandi, eftir Ólympíuleikana í London. Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Móðir Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, fullyrðir að málatilbúnaðurinn á hendur syni sínum séu pólitískar ofsóknir. Hún hefur áhyggjur af því að hann verði dæmdur til dauða ef hann verður framseldur til Bandaríkjanna. Hún hitti forseta Ekvador á miðvikudaginn, en Assange hefur sótt um pólitískt hæli í Ekvador. Assange leitaði skjóls í sendiráði Ekvador í Bretlandi eftir að Hæstiréttur Bretlands komst að þeirri niðurstöðu að það bæri að framselja hann til Svíþjóðar vegna meintra kynferðisbrota þar í landi. Í sendiráði Ekvador geta yfirvöld í Bretlandi ekki haft hendur í hári hans svo hann er í vari sem stendur. Móðir Assange óttast, eins og fleiri, að hann verði framseldur áfram til Bandaríkjanna vegna gruns um njósnir ef hann á annað borð kemur til Svíþjóðar. Í Bandaríkjunum á hann jafnvel yfir höfði sér ákærur um njósnastarfsemi vegna síðunnar WikiLeaks, en við henni liggur löng fangelsisrefsing eða jafnvel dauðarefsing. „Það er hreinlega enginn vafi um að þetta eru pólitískar ofsóknir, af hálfu sænskra saksóknara og lögreglunnar, með hjálp ríkisstjórnarinnar," segir móðir Assange. Henni finnst klikkað að yfirvöld hyggist dæma Assange fyrir njósnir „fyrir það eitt að vinna starf rannsóknarblaðamanns, sem er að segja sannleikann um vald." Henni finnst yfirvöld í Ekvador skilningsrík og segir þar starfa góða menn. Hún vonar að þeir geti bjargað syni sínum fyrir horn. Utanríkisráðherra Ekvador hefur gefið út að beiðni Assange verði svarað 12. ágúst næstkomandi, eftir Ólympíuleikana í London.
Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira