Hér má sjá nokkrar hugmyndir til þess að búa til skemmtilega stemningu við veisluborðið, hvort sem er fyrir fjölskylduboðið eða partíið.
Blöðrur, hattar, grímur og ýlur eru einfalt skraut sem klikkar aldrei. Dreifðu þessu af handahófi um húsið svo að gestirnir geti auðveldlega valið og skipt yfir kvöldið.
Vefðu frauðplastkúlur með mismunandi pallíettuborða. Notaðu nál til þess að þræða silfurlitaðan borða í gegnum kúluna og festu saman servíetturnar. Þetta kemur ótrúlega fallega út.
Föndraðu dúska eða skrautborða og hengdu yfir hátíðarborðið eða festu á vegginn.
Kveiktu á kertum og skreyttu borðið með einhverju sem glitrar. Það skapar ávallt hátíðlega stemningu. Fáðu útrás fyrir sköpunargleðina og mundu eftir góða skapinu.
Gleðilegt nýtt ár!







