Innlent

Aftansöngur í beinni á Stöð 2 og Vísi

Vísir og Stöð 2 munu sýna beint frá Aftansöng í Grafarvogskirkju klukkan átján í kvöld í opinni dagskrá. Þetta er í fyrsta skipti sem messan verður send út í HD gæðum.

Prestur er sem fyrr séra Vigfús Þór Árnason og mun einvalalið söngvara koma fram. Egill Ólafsson mun syngja einsöng en organisti er Hákon Leifsson.

Ómar Guðjónsson leikur á gítar og Óskar Guðjónsson á saxófón. Þá mun Gréta Salóme sjá um fiðluleik og kór Grafarvogskirkju mun syngja ásamt Stúlknakór Reykjavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×