Stjórnarmaður Eirar segir gögn hafa verið afhent saksóknara í leyfisleysi 14. desember 2012 09:45 Fulltrúaráðsfundur Eirar. Fulltrúaráðsfundur hjúkrunarheimilisins Eirar stendur nú yfir, þar verður meðal annars rætt um að víkja stjórn Eirar í heilu lagi frá. Stjórnarfundur fór fram í morgun en þar mun Magnús L. Sveinsson, stjórnarformaður, meðal annars hafa lagt fram bókun þar sem því var mótmælt að gögn Eirar hafi verið tekin og afhent sérstökum saksóknara á dögunum. Meðal annars var því haldið var að gögn hefðu verið tekin í leyfisleysi. Mikill styr hefur staðið um heimilið síðan fréttastofa Stöðvar 2 upplýsti um gríðarlega bága fjárhagsstöðu hjúkrunarheimilisins fyrir nokkrum vikum síðan. Þá var Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson formaður stjórnarinnar en hann sagði af sér vegna málsins.Bókun Magnúsar L. Sveinssonar má lesa hér að neðan. „Eins og komið hefur fram var einróma samþykkt í stjórn Eirar í nóvember sl. Að óska eftir rannsókn á ástæðum þess fjárhagsvanda sem Eir stendur frammi fyrir. Þessari rannsókn er ekki lokið. Þrátt fyrir að þessari rannsókn sé ekki lokið, hafa þrír stjórnarmenn Eirar, þau Stefán Benediktsson, Þórunn Sveinbjörnsdóttir og Björn Arnar Magnússon, séð ástæðu til að ganga á fund fulltrúa sérstaks saksóknara þann 11. des. Og óska eftir því að athugað verði hvort tilefni sé til rannsóknar á starfsháttum Eirar undanfarin ár. Að sögn Stefáns í Fréttablaðinu 12. des., afhentu þremenningarnir fulltrúunum gögn um rekstur heimilisins síðasta árið, fundar og bókhaldsgögn, minnisblöð og tölvupóst. Það vekur athygli að þremenningarnir biðja um þessa rannsókn án vitundar Eirar. Þá vekur það sérstaka athygli að þau höfðu með sér bókhaldsgögn, minnisblöð og fleira úr rekstri Eirar og afhentu fulltrúum sérstaks saksóknara, án vitundar og heimildar stjórnar Eirar eða framkvæmdastjóra. Ég tel að hér sé um mjög alvarlegt trúnaðarbrot gagnvart stjórninni að ræða og nauðsynlegt sé að láta rannsaka hvaða trúnaðargögn af skrifstofu Eirar þau hafa afhent fulltrúum sérstaks saksóknara. Það er umhugsunarefni að þetta sama fólk, sem þannig gengur fram hjá stjórn Eirar og leynir henni vitneskju um dreifingu trúnaðargagna frá Eir, hefur kvartað undan því að gjörningar hafi verið framdir í rekstri Eirar sem ekki voru kynntir stjórninni og því án vitundar hennar. Þá vil ég lýsa vanþókun minni á frétt í Ríkisútvarpinu 5. des. sl., þar sem sagt var að þrír stjórnarmenn Eirar, sem áður eru nefndir, hafi ákveðið að biðja sýslumanninn í Reykjavík um að skoða starfshætti srkfistofu Eirar vegna væntanlegs stjórnarkjörs í Eir. Í fréttinni er framkvæmdastjóra Eirar, fjármálastjóra og ritara sérstaklega getið. Ég tel að með þessu sé vikið mjög ómaklega að þessu góða starfsfólki Eirar, sem aldrei hefur sýnt annað en heiðarleika og vandvirkni í öllum störfum sínum fyrir Eir og ég vil af þessu tilefni þakka af alhug." Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
Fulltrúaráðsfundur hjúkrunarheimilisins Eirar stendur nú yfir, þar verður meðal annars rætt um að víkja stjórn Eirar í heilu lagi frá. Stjórnarfundur fór fram í morgun en þar mun Magnús L. Sveinsson, stjórnarformaður, meðal annars hafa lagt fram bókun þar sem því var mótmælt að gögn Eirar hafi verið tekin og afhent sérstökum saksóknara á dögunum. Meðal annars var því haldið var að gögn hefðu verið tekin í leyfisleysi. Mikill styr hefur staðið um heimilið síðan fréttastofa Stöðvar 2 upplýsti um gríðarlega bága fjárhagsstöðu hjúkrunarheimilisins fyrir nokkrum vikum síðan. Þá var Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson formaður stjórnarinnar en hann sagði af sér vegna málsins.Bókun Magnúsar L. Sveinssonar má lesa hér að neðan. „Eins og komið hefur fram var einróma samþykkt í stjórn Eirar í nóvember sl. Að óska eftir rannsókn á ástæðum þess fjárhagsvanda sem Eir stendur frammi fyrir. Þessari rannsókn er ekki lokið. Þrátt fyrir að þessari rannsókn sé ekki lokið, hafa þrír stjórnarmenn Eirar, þau Stefán Benediktsson, Þórunn Sveinbjörnsdóttir og Björn Arnar Magnússon, séð ástæðu til að ganga á fund fulltrúa sérstaks saksóknara þann 11. des. Og óska eftir því að athugað verði hvort tilefni sé til rannsóknar á starfsháttum Eirar undanfarin ár. Að sögn Stefáns í Fréttablaðinu 12. des., afhentu þremenningarnir fulltrúunum gögn um rekstur heimilisins síðasta árið, fundar og bókhaldsgögn, minnisblöð og tölvupóst. Það vekur athygli að þremenningarnir biðja um þessa rannsókn án vitundar Eirar. Þá vekur það sérstaka athygli að þau höfðu með sér bókhaldsgögn, minnisblöð og fleira úr rekstri Eirar og afhentu fulltrúum sérstaks saksóknara, án vitundar og heimildar stjórnar Eirar eða framkvæmdastjóra. Ég tel að hér sé um mjög alvarlegt trúnaðarbrot gagnvart stjórninni að ræða og nauðsynlegt sé að láta rannsaka hvaða trúnaðargögn af skrifstofu Eirar þau hafa afhent fulltrúum sérstaks saksóknara. Það er umhugsunarefni að þetta sama fólk, sem þannig gengur fram hjá stjórn Eirar og leynir henni vitneskju um dreifingu trúnaðargagna frá Eir, hefur kvartað undan því að gjörningar hafi verið framdir í rekstri Eirar sem ekki voru kynntir stjórninni og því án vitundar hennar. Þá vil ég lýsa vanþókun minni á frétt í Ríkisútvarpinu 5. des. sl., þar sem sagt var að þrír stjórnarmenn Eirar, sem áður eru nefndir, hafi ákveðið að biðja sýslumanninn í Reykjavík um að skoða starfshætti srkfistofu Eirar vegna væntanlegs stjórnarkjörs í Eir. Í fréttinni er framkvæmdastjóra Eirar, fjármálastjóra og ritara sérstaklega getið. Ég tel að með þessu sé vikið mjög ómaklega að þessu góða starfsfólki Eirar, sem aldrei hefur sýnt annað en heiðarleika og vandvirkni í öllum störfum sínum fyrir Eir og ég vil af þessu tilefni þakka af alhug."
Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira