Stofna samtök fyrir foreldra sem misst hafa barn með skyndilegum hætti Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 2. desember 2012 19:30 Það er gríðarlegt áfall að missa barn með skyndilegum hætti segir faðir sem þekkir sorgina. Hann kemur nú að stofnun samtaka fyrir foreldra í sömu sporum og segir mikilvægt að ræða málin enda sé það gott fyrir sálina. Næsta föstudag verður haldinn stofnfundur samtaka foreldra sem hafa misst börn eða ungmenni með skyndilegum hætti. Einn þeirra sem kemur að stofnun samtakanna er Pétur Emilsson sem þekkir sorgina af eigin raun en hann missti Stefaníu átján ára dóttur sína í slysi árið 2003. „Þá dó maður, í tvö ár, ég og konan," segir Pétur. „Þetta er gríðarlegt áfall. Það var stutt í að maður fann brestinn, að maður færi yfirum." Pétur og Edda kona stofnuðu Kærleikssjóð Stefaníu Guðrúnar Pétursdóttur til minningar um dóttur sína. Þau segja mikilvægt fyrir þá sem missa barn að ræða það. „Við eigum alltaf að vera opin með þetta og það hefur hálpað okkur mikið. Fólk er oft feimið. Ef þú vilt ekki tala um það þá vill fólk yfirleitt ekki tala um það. Það er gott fyrir sálina að tala um þetta. Gott fyrir andann. Þetta er allt í undirmeðvitundinni, þetta hverfur ekki." Pétur segir mikil þörf á samtökum sem þessum og vonar að þau geti hjálpað mörgum. Stofnfundurinn verður í Grafarvogskirkju næsta föstudag klukkan fimm og hvetur hann fólk til að mæta. „Við lifum á upplýsingaöld. Ef við flettum blöðum eða skoðum fréttir, þá eru ansi margir að tjá sig á ýmsum sviðum. En þetta hefur verið svolítið lokað," segir Pétur og bætir við: „Komiði nú." Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira
Það er gríðarlegt áfall að missa barn með skyndilegum hætti segir faðir sem þekkir sorgina. Hann kemur nú að stofnun samtaka fyrir foreldra í sömu sporum og segir mikilvægt að ræða málin enda sé það gott fyrir sálina. Næsta föstudag verður haldinn stofnfundur samtaka foreldra sem hafa misst börn eða ungmenni með skyndilegum hætti. Einn þeirra sem kemur að stofnun samtakanna er Pétur Emilsson sem þekkir sorgina af eigin raun en hann missti Stefaníu átján ára dóttur sína í slysi árið 2003. „Þá dó maður, í tvö ár, ég og konan," segir Pétur. „Þetta er gríðarlegt áfall. Það var stutt í að maður fann brestinn, að maður færi yfirum." Pétur og Edda kona stofnuðu Kærleikssjóð Stefaníu Guðrúnar Pétursdóttur til minningar um dóttur sína. Þau segja mikilvægt fyrir þá sem missa barn að ræða það. „Við eigum alltaf að vera opin með þetta og það hefur hálpað okkur mikið. Fólk er oft feimið. Ef þú vilt ekki tala um það þá vill fólk yfirleitt ekki tala um það. Það er gott fyrir sálina að tala um þetta. Gott fyrir andann. Þetta er allt í undirmeðvitundinni, þetta hverfur ekki." Pétur segir mikil þörf á samtökum sem þessum og vonar að þau geti hjálpað mörgum. Stofnfundurinn verður í Grafarvogskirkju næsta föstudag klukkan fimm og hvetur hann fólk til að mæta. „Við lifum á upplýsingaöld. Ef við flettum blöðum eða skoðum fréttir, þá eru ansi margir að tjá sig á ýmsum sviðum. En þetta hefur verið svolítið lokað," segir Pétur og bætir við: „Komiði nú."
Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira