Meira af ungu fólki sem dvelur hér í stuttan tíma Boði Logason skrifar 20. nóvember 2012 11:15 Og svo má ekki gleyma Airwaves-tónlistarhátíðinni en áhrifin í kringum hana eru umtalsverð, segir Helgi Hrannarr. Mynd/Stefán Karlsson Um 40 prósent meiri sala var til erlendra ferðamanna í nóvember og október miðað við sama tíma í fyrra og um 25 til 30 prósent yfir allt árið. Bandaríkjamenn og Norðmenn eyða mestu hér á landi. Helgi Hrannarr Jónsson, framkvæmdastjóri Global Blue, sem er eitt þeirra fyrirtækja sem sér um endurgreiðslu á virðisaukaskattinum til ferðamanna (Tax free), segir að aukninguna yfir allt árið megi rekja til þess að um sé að ræða allt öðruvísi mynstur ferðamanna en var í fyrra. „Ásamt því að við erum að sjá smá aukningu á ferðamönnum sem koma í styttri tíma á jaðartímum, febrúar til maí og september til nóvember, og þessi ferðamenn versla. Eins skýrist þetta af mikilli aukningu á meðal Bandaríkjamanna og eins Kínverja," segir hann. Þá nefnir hann að aukin flugtíðni vestur um haf og nýir áfangastaðir hafi vissulega áhrif. „Eins er endurgreiðsluhlutfallið að hækka, það er að segja það eru fleiri sem sækja endurgreiðsluna en áður og má leiða að því líkur að efnahagurinn erlendis hafi þau áhrif að fólk er meðvitaðara og sækir frekar endurgreiðsluna sína," segir hann. Þá segir hann að fjölgun ferðamanna skýri þessa aukningu að hluta, verðbólgan að hluta og svo gengið á haustdögum eftir að krónan veiktist.Mikil sala í kringum Airwaves Í nóvember og október jókst salan um fjörutíu prósent, miðað við sama tímabil í fyrra.. „Það eru nokkrar ástæður fyrir þessu til dæmis hefur veðurfarið í haust og í sumar haft þau áhrif að sala á fatnaði dróst saman en um leið og haustaði og veður versnaði kom góður kippur," segir hann. „Þá er mynstrið hjá ferðamönnum annað, þeir fara í styttri ferðir og það er meira um yngra fólk sem leggur áherslur á að kaupa sér til dæmis íslenska hönnun." „Og svo má ekki gleyma Airwaves-tónlistarhátíðinni en áhrifin í kringum hana eru umtalsverð. Og það sést á því að það er skýr aukning þá daga sem hátíðin stendur yfir, þrátt fyrir að fjöldi ferðamanna sé ekki hlutfallslega hár."Þurfum yngra fólk sem dvelur hér í stuttan tíma Ef Topp 10 listinn yfir þau þjóðerni sem eyða mestu er skoðaður, segir Helgi Hrannarr að aukning sé hjá öllum þjóðum - óvenjumikil hjá Bandaríkjamönnum, Frökkum, Þjóðverjum, Rússum og Kínverjum. „Bandaríkjamenn eyða mestu hér á landi, eftir þeim koma Norðmenn, svo Þjóðverjar og loks Danir," segir hann. Hann segir að árið hafi almennt verið mjög gott í sölu til erlendra ferðamanna. „Þessi aukning skilar sér alls staðar yfir landið og í öllum geirum, og þar af leiðandi er hægt að tala um jafna og góða tekjudreifingu sem er mjög ánægjulegt. Það sem er áhugavert er sveigjanleiki íslenskrar verslunar og aðlögunarhæfni til að mæta nýjum markhópum ásamt því að leggja meiri áherslu á ýmiskonar þjónustu gagnvart erlendum ferðamönnum," segir hann. „Heilt yfir hefur árangurinn verið góður og búast má við áframhaldandi vexti fái ferðaþjónustan áfram að starfa í friði. Boðaðar skattahækkanir á gistingu geta haft gríðarleg áhrif á aðra afþreyingu og aðra aðila ásamt því að fæla þá ferðamenn frá sem við þurfum helst á að halda - sem er yngra fólk sem kemur í styttri tíma á jaðartímum," segir Helgi Hrannarr að lokum. Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Um 40 prósent meiri sala var til erlendra ferðamanna í nóvember og október miðað við sama tíma í fyrra og um 25 til 30 prósent yfir allt árið. Bandaríkjamenn og Norðmenn eyða mestu hér á landi. Helgi Hrannarr Jónsson, framkvæmdastjóri Global Blue, sem er eitt þeirra fyrirtækja sem sér um endurgreiðslu á virðisaukaskattinum til ferðamanna (Tax free), segir að aukninguna yfir allt árið megi rekja til þess að um sé að ræða allt öðruvísi mynstur ferðamanna en var í fyrra. „Ásamt því að við erum að sjá smá aukningu á ferðamönnum sem koma í styttri tíma á jaðartímum, febrúar til maí og september til nóvember, og þessi ferðamenn versla. Eins skýrist þetta af mikilli aukningu á meðal Bandaríkjamanna og eins Kínverja," segir hann. Þá nefnir hann að aukin flugtíðni vestur um haf og nýir áfangastaðir hafi vissulega áhrif. „Eins er endurgreiðsluhlutfallið að hækka, það er að segja það eru fleiri sem sækja endurgreiðsluna en áður og má leiða að því líkur að efnahagurinn erlendis hafi þau áhrif að fólk er meðvitaðara og sækir frekar endurgreiðsluna sína," segir hann. Þá segir hann að fjölgun ferðamanna skýri þessa aukningu að hluta, verðbólgan að hluta og svo gengið á haustdögum eftir að krónan veiktist.Mikil sala í kringum Airwaves Í nóvember og október jókst salan um fjörutíu prósent, miðað við sama tímabil í fyrra.. „Það eru nokkrar ástæður fyrir þessu til dæmis hefur veðurfarið í haust og í sumar haft þau áhrif að sala á fatnaði dróst saman en um leið og haustaði og veður versnaði kom góður kippur," segir hann. „Þá er mynstrið hjá ferðamönnum annað, þeir fara í styttri ferðir og það er meira um yngra fólk sem leggur áherslur á að kaupa sér til dæmis íslenska hönnun." „Og svo má ekki gleyma Airwaves-tónlistarhátíðinni en áhrifin í kringum hana eru umtalsverð. Og það sést á því að það er skýr aukning þá daga sem hátíðin stendur yfir, þrátt fyrir að fjöldi ferðamanna sé ekki hlutfallslega hár."Þurfum yngra fólk sem dvelur hér í stuttan tíma Ef Topp 10 listinn yfir þau þjóðerni sem eyða mestu er skoðaður, segir Helgi Hrannarr að aukning sé hjá öllum þjóðum - óvenjumikil hjá Bandaríkjamönnum, Frökkum, Þjóðverjum, Rússum og Kínverjum. „Bandaríkjamenn eyða mestu hér á landi, eftir þeim koma Norðmenn, svo Þjóðverjar og loks Danir," segir hann. Hann segir að árið hafi almennt verið mjög gott í sölu til erlendra ferðamanna. „Þessi aukning skilar sér alls staðar yfir landið og í öllum geirum, og þar af leiðandi er hægt að tala um jafna og góða tekjudreifingu sem er mjög ánægjulegt. Það sem er áhugavert er sveigjanleiki íslenskrar verslunar og aðlögunarhæfni til að mæta nýjum markhópum ásamt því að leggja meiri áherslu á ýmiskonar þjónustu gagnvart erlendum ferðamönnum," segir hann. „Heilt yfir hefur árangurinn verið góður og búast má við áframhaldandi vexti fái ferðaþjónustan áfram að starfa í friði. Boðaðar skattahækkanir á gistingu geta haft gríðarleg áhrif á aðra afþreyingu og aðra aðila ásamt því að fæla þá ferðamenn frá sem við þurfum helst á að halda - sem er yngra fólk sem kemur í styttri tíma á jaðartímum," segir Helgi Hrannarr að lokum.
Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira