Meira af ungu fólki sem dvelur hér í stuttan tíma Boði Logason skrifar 20. nóvember 2012 11:15 Og svo má ekki gleyma Airwaves-tónlistarhátíðinni en áhrifin í kringum hana eru umtalsverð, segir Helgi Hrannarr. Mynd/Stefán Karlsson Um 40 prósent meiri sala var til erlendra ferðamanna í nóvember og október miðað við sama tíma í fyrra og um 25 til 30 prósent yfir allt árið. Bandaríkjamenn og Norðmenn eyða mestu hér á landi. Helgi Hrannarr Jónsson, framkvæmdastjóri Global Blue, sem er eitt þeirra fyrirtækja sem sér um endurgreiðslu á virðisaukaskattinum til ferðamanna (Tax free), segir að aukninguna yfir allt árið megi rekja til þess að um sé að ræða allt öðruvísi mynstur ferðamanna en var í fyrra. „Ásamt því að við erum að sjá smá aukningu á ferðamönnum sem koma í styttri tíma á jaðartímum, febrúar til maí og september til nóvember, og þessi ferðamenn versla. Eins skýrist þetta af mikilli aukningu á meðal Bandaríkjamanna og eins Kínverja," segir hann. Þá nefnir hann að aukin flugtíðni vestur um haf og nýir áfangastaðir hafi vissulega áhrif. „Eins er endurgreiðsluhlutfallið að hækka, það er að segja það eru fleiri sem sækja endurgreiðsluna en áður og má leiða að því líkur að efnahagurinn erlendis hafi þau áhrif að fólk er meðvitaðara og sækir frekar endurgreiðsluna sína," segir hann. Þá segir hann að fjölgun ferðamanna skýri þessa aukningu að hluta, verðbólgan að hluta og svo gengið á haustdögum eftir að krónan veiktist.Mikil sala í kringum Airwaves Í nóvember og október jókst salan um fjörutíu prósent, miðað við sama tímabil í fyrra.. „Það eru nokkrar ástæður fyrir þessu til dæmis hefur veðurfarið í haust og í sumar haft þau áhrif að sala á fatnaði dróst saman en um leið og haustaði og veður versnaði kom góður kippur," segir hann. „Þá er mynstrið hjá ferðamönnum annað, þeir fara í styttri ferðir og það er meira um yngra fólk sem leggur áherslur á að kaupa sér til dæmis íslenska hönnun." „Og svo má ekki gleyma Airwaves-tónlistarhátíðinni en áhrifin í kringum hana eru umtalsverð. Og það sést á því að það er skýr aukning þá daga sem hátíðin stendur yfir, þrátt fyrir að fjöldi ferðamanna sé ekki hlutfallslega hár."Þurfum yngra fólk sem dvelur hér í stuttan tíma Ef Topp 10 listinn yfir þau þjóðerni sem eyða mestu er skoðaður, segir Helgi Hrannarr að aukning sé hjá öllum þjóðum - óvenjumikil hjá Bandaríkjamönnum, Frökkum, Þjóðverjum, Rússum og Kínverjum. „Bandaríkjamenn eyða mestu hér á landi, eftir þeim koma Norðmenn, svo Þjóðverjar og loks Danir," segir hann. Hann segir að árið hafi almennt verið mjög gott í sölu til erlendra ferðamanna. „Þessi aukning skilar sér alls staðar yfir landið og í öllum geirum, og þar af leiðandi er hægt að tala um jafna og góða tekjudreifingu sem er mjög ánægjulegt. Það sem er áhugavert er sveigjanleiki íslenskrar verslunar og aðlögunarhæfni til að mæta nýjum markhópum ásamt því að leggja meiri áherslu á ýmiskonar þjónustu gagnvart erlendum ferðamönnum," segir hann. „Heilt yfir hefur árangurinn verið góður og búast má við áframhaldandi vexti fái ferðaþjónustan áfram að starfa í friði. Boðaðar skattahækkanir á gistingu geta haft gríðarleg áhrif á aðra afþreyingu og aðra aðila ásamt því að fæla þá ferðamenn frá sem við þurfum helst á að halda - sem er yngra fólk sem kemur í styttri tíma á jaðartímum," segir Helgi Hrannarr að lokum. Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Um 40 prósent meiri sala var til erlendra ferðamanna í nóvember og október miðað við sama tíma í fyrra og um 25 til 30 prósent yfir allt árið. Bandaríkjamenn og Norðmenn eyða mestu hér á landi. Helgi Hrannarr Jónsson, framkvæmdastjóri Global Blue, sem er eitt þeirra fyrirtækja sem sér um endurgreiðslu á virðisaukaskattinum til ferðamanna (Tax free), segir að aukninguna yfir allt árið megi rekja til þess að um sé að ræða allt öðruvísi mynstur ferðamanna en var í fyrra. „Ásamt því að við erum að sjá smá aukningu á ferðamönnum sem koma í styttri tíma á jaðartímum, febrúar til maí og september til nóvember, og þessi ferðamenn versla. Eins skýrist þetta af mikilli aukningu á meðal Bandaríkjamanna og eins Kínverja," segir hann. Þá nefnir hann að aukin flugtíðni vestur um haf og nýir áfangastaðir hafi vissulega áhrif. „Eins er endurgreiðsluhlutfallið að hækka, það er að segja það eru fleiri sem sækja endurgreiðsluna en áður og má leiða að því líkur að efnahagurinn erlendis hafi þau áhrif að fólk er meðvitaðara og sækir frekar endurgreiðsluna sína," segir hann. Þá segir hann að fjölgun ferðamanna skýri þessa aukningu að hluta, verðbólgan að hluta og svo gengið á haustdögum eftir að krónan veiktist.Mikil sala í kringum Airwaves Í nóvember og október jókst salan um fjörutíu prósent, miðað við sama tímabil í fyrra.. „Það eru nokkrar ástæður fyrir þessu til dæmis hefur veðurfarið í haust og í sumar haft þau áhrif að sala á fatnaði dróst saman en um leið og haustaði og veður versnaði kom góður kippur," segir hann. „Þá er mynstrið hjá ferðamönnum annað, þeir fara í styttri ferðir og það er meira um yngra fólk sem leggur áherslur á að kaupa sér til dæmis íslenska hönnun." „Og svo má ekki gleyma Airwaves-tónlistarhátíðinni en áhrifin í kringum hana eru umtalsverð. Og það sést á því að það er skýr aukning þá daga sem hátíðin stendur yfir, þrátt fyrir að fjöldi ferðamanna sé ekki hlutfallslega hár."Þurfum yngra fólk sem dvelur hér í stuttan tíma Ef Topp 10 listinn yfir þau þjóðerni sem eyða mestu er skoðaður, segir Helgi Hrannarr að aukning sé hjá öllum þjóðum - óvenjumikil hjá Bandaríkjamönnum, Frökkum, Þjóðverjum, Rússum og Kínverjum. „Bandaríkjamenn eyða mestu hér á landi, eftir þeim koma Norðmenn, svo Þjóðverjar og loks Danir," segir hann. Hann segir að árið hafi almennt verið mjög gott í sölu til erlendra ferðamanna. „Þessi aukning skilar sér alls staðar yfir landið og í öllum geirum, og þar af leiðandi er hægt að tala um jafna og góða tekjudreifingu sem er mjög ánægjulegt. Það sem er áhugavert er sveigjanleiki íslenskrar verslunar og aðlögunarhæfni til að mæta nýjum markhópum ásamt því að leggja meiri áherslu á ýmiskonar þjónustu gagnvart erlendum ferðamönnum," segir hann. „Heilt yfir hefur árangurinn verið góður og búast má við áframhaldandi vexti fái ferðaþjónustan áfram að starfa í friði. Boðaðar skattahækkanir á gistingu geta haft gríðarleg áhrif á aðra afþreyingu og aðra aðila ásamt því að fæla þá ferðamenn frá sem við þurfum helst á að halda - sem er yngra fólk sem kemur í styttri tíma á jaðartímum," segir Helgi Hrannarr að lokum.
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira