Slær frumlegan tón í feminískri umræðu BBI skrifar 27. nóvember 2012 17:24 Táknmynd Þyrnigerðar Láfu. Bloggarinn Þyrnigerður Láfa steig fram á ritvöllinn síðastliðið vor þegar hún opnaði síðuna Píkusögur. Síðan er „femínískur óður til píkunnar" þar sem kastljósinu er sérstaklega beint að kynlífi. Síðan hefur vakið töluverða athygli sem nýstárlegur og frumlegur vinkill í feminíska umræðu. „Feminismi er virðing," segir Þyrnigerður og brýnir meðal annars fyrir fólki að vera feministar í bólinu. Þyrnigerður Láfa er dulnefni sem hún bloggar undir svo færslurnar standi einar og óháðar. „Persóna okkar á það til að þvælast fyrir verkunum," segir hún.„Feminiskur óður til píkunnar minnar" Þyrnigerður opnaði síðuna Píkusögur til að taka feminískan snúning á kynlífi og kynferðistengdum málefnum. „Mér þótti einfaldlega vanta feminíska umræðu um kynlíf sem væri blátt áfram og skemmtileg," segir hún. Markmiðið er einkum að frelsa konur frá staðalímyndum og samviskubiti. „Samfélagið er baneitraður kokteill frjálslyndis, íhaldssemi og fordóma með klámvæðingarkokteilber á toppnum svo það er ekki að undra að ungt fólk sé ruglað í ríminu," segir hún. Að eigin sögn þykir henni feminísk umræða almennt einhæf á báða bóga. „Þeir sem garga hæst gegn feminisma eru að drukkna í staðalmyndaleðjunni sinni og sjá ekki að markmiðið þjónar okkur öllum. Við feministar höfum svo ekki verið nógu dugleg við að slá þessar staðalmyndir út af borðinu og þurfum að spýta svolítið í lófana," segir hún og telur að með samhentu átaki muni baráttan skila sér. Síðan er því skemmtileg tilraun til að hrista feminiska umræðu úr þeim einhæfu hjólförum sem hún venjulega höktir í.Færslurnar tengjast kynlífi Þyrnigerður hefur farið um víðan völl á síðunni en allar tengjast færslurnar þó kynlífi á einn eða annan hátt (með örfáum undantekningum). Hún hefur kennt fólki að stunda BDMS kynlíf með gagnkvæma virðingu í fyrirrúmi. Hún hefur ritrýnt bækur eins og Fantasíur Hildar Sverrisdóttur sem þótti „ekki merkilegur pappír" í heild sinni. Hún hefur fjallað ítarlega um gegnumgangandi niðurlægingu kvenna í dægurmenningunni, en þess á milli skrifar hún um mikilvægi þess að ríða reglulega og fjallar um handgerð kynlífsleikföng úr tré sem minna á listaverk. Í einni færslu sagði Þyrnigerður frá því að hún væri nauðgunarfórnarlamb og hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi. Ofbeldið réttlætti hún á sínum tíma með því að „hún hefði svo gaman af kynlífi". En nokkrum árum seinna ákvað hún að tilkynna nauðgunina til lögreglunnar og sagði frá ástæðum þess á síðunni sinni. Frásögnin vakti athygli fjölmargra sem dáðust að kjarki hennar. Þyrnigerður er gjarna djörf og hispurslaus í skrifum sínum en aðspurð segir hún að markmiðið sé ekki að ganga fram af fólki. „Skrif mín hafa tilgang og ég tæpi bara á málefnunum málefnanna vegna, ekki dónalegheitanna," segir hún.Boðorð bólfara Á síðu Þyrnigerðar má finna tíu boðorð bólfara en þar segir meðal annars að kynlíf veiti frelsi og fólk eigi að vera feministar í bólinu. Hún segir að samband við fólk sem kennir sig við feminisma séu byggð upp af meiri virðingu en önnur sambönd. „Ef við erum feministar í rúminu höfnum við þeim kynjahlutverkum sem eru matreidd oní okkur í kláminu og erum öll frjálsari," segir hún. „Traustið sem byggist á milli bólfélaga sem bæði eru feministar í verki gerir það svo að verkum að það er hægt að vera meira kinký og ganga lengra í tilraunastarfsemi en með þeim sem ber minni virðingu fyrir okkur. Semsagt, betri bólfarir!"Nafnlaus en ekki karlmaður Þyrnigerður vill ekki gefa upp hver stendur bakvið karakterinn. „Það getur verið hver sem er. Kannski er hún ung og kannski er hún gömul. Kannski er hún ráðherra og kannski er hún nemi," segir hún. Hún fullyrðir þó að hún sé kona „með leg og sníp, en ég hyggst þó ekki sanna það í þessu viðtali." Hún segist oft hafa fengið þá spurningu hvort hún sé karlmaður en bendir hér með á að skrifin á síðunni hennar beri þess merki að vera ekki mjög karllæg. „Það skiptir samt náttúrlega ekki máli hvaðan gott kemur ef það er feminískt og heiðarlegt," segir hún. Kannski ekki dæmigerður feministi Þó Þyrnigerður sé eitilharður feministi fellur hún kannski ekki að öllu leyti að hugmyndum fólks um dæmigerða feminista. Hún er til dæmis ekki fortakslaust á móti klámi. „Í mínum huga er klám kapítalísk auðmýking en ég viðurkenni samt aðdráttaraflið og kosti þess að láta utanaðkomandi þætti örva okkur," segir hún. „Það er enginn vafi í mínum huga að klám hefur neikvæð áhrif á samfélagið, sérstaklega krakka sem fá flest sína fyrstu kynfræðslu úr klámi," segir hún en vill sjá meiri framleiðslu á erótísku efni þó hún viðurkenni að mörkin þar á milli geti verið flöktandi og óskýr. „Í því má sýna ríðingar, píkur, rassa og typpi og það má sýna allskonar klúrt kynlíf en það á líka að vera byggt á gagnkvæmri virðingu og sýna venjulegt fólk," segir hún. Mest lesið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira
Bloggarinn Þyrnigerður Láfa steig fram á ritvöllinn síðastliðið vor þegar hún opnaði síðuna Píkusögur. Síðan er „femínískur óður til píkunnar" þar sem kastljósinu er sérstaklega beint að kynlífi. Síðan hefur vakið töluverða athygli sem nýstárlegur og frumlegur vinkill í feminíska umræðu. „Feminismi er virðing," segir Þyrnigerður og brýnir meðal annars fyrir fólki að vera feministar í bólinu. Þyrnigerður Láfa er dulnefni sem hún bloggar undir svo færslurnar standi einar og óháðar. „Persóna okkar á það til að þvælast fyrir verkunum," segir hún.„Feminiskur óður til píkunnar minnar" Þyrnigerður opnaði síðuna Píkusögur til að taka feminískan snúning á kynlífi og kynferðistengdum málefnum. „Mér þótti einfaldlega vanta feminíska umræðu um kynlíf sem væri blátt áfram og skemmtileg," segir hún. Markmiðið er einkum að frelsa konur frá staðalímyndum og samviskubiti. „Samfélagið er baneitraður kokteill frjálslyndis, íhaldssemi og fordóma með klámvæðingarkokteilber á toppnum svo það er ekki að undra að ungt fólk sé ruglað í ríminu," segir hún. Að eigin sögn þykir henni feminísk umræða almennt einhæf á báða bóga. „Þeir sem garga hæst gegn feminisma eru að drukkna í staðalmyndaleðjunni sinni og sjá ekki að markmiðið þjónar okkur öllum. Við feministar höfum svo ekki verið nógu dugleg við að slá þessar staðalmyndir út af borðinu og þurfum að spýta svolítið í lófana," segir hún og telur að með samhentu átaki muni baráttan skila sér. Síðan er því skemmtileg tilraun til að hrista feminiska umræðu úr þeim einhæfu hjólförum sem hún venjulega höktir í.Færslurnar tengjast kynlífi Þyrnigerður hefur farið um víðan völl á síðunni en allar tengjast færslurnar þó kynlífi á einn eða annan hátt (með örfáum undantekningum). Hún hefur kennt fólki að stunda BDMS kynlíf með gagnkvæma virðingu í fyrirrúmi. Hún hefur ritrýnt bækur eins og Fantasíur Hildar Sverrisdóttur sem þótti „ekki merkilegur pappír" í heild sinni. Hún hefur fjallað ítarlega um gegnumgangandi niðurlægingu kvenna í dægurmenningunni, en þess á milli skrifar hún um mikilvægi þess að ríða reglulega og fjallar um handgerð kynlífsleikföng úr tré sem minna á listaverk. Í einni færslu sagði Þyrnigerður frá því að hún væri nauðgunarfórnarlamb og hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi. Ofbeldið réttlætti hún á sínum tíma með því að „hún hefði svo gaman af kynlífi". En nokkrum árum seinna ákvað hún að tilkynna nauðgunina til lögreglunnar og sagði frá ástæðum þess á síðunni sinni. Frásögnin vakti athygli fjölmargra sem dáðust að kjarki hennar. Þyrnigerður er gjarna djörf og hispurslaus í skrifum sínum en aðspurð segir hún að markmiðið sé ekki að ganga fram af fólki. „Skrif mín hafa tilgang og ég tæpi bara á málefnunum málefnanna vegna, ekki dónalegheitanna," segir hún.Boðorð bólfara Á síðu Þyrnigerðar má finna tíu boðorð bólfara en þar segir meðal annars að kynlíf veiti frelsi og fólk eigi að vera feministar í bólinu. Hún segir að samband við fólk sem kennir sig við feminisma séu byggð upp af meiri virðingu en önnur sambönd. „Ef við erum feministar í rúminu höfnum við þeim kynjahlutverkum sem eru matreidd oní okkur í kláminu og erum öll frjálsari," segir hún. „Traustið sem byggist á milli bólfélaga sem bæði eru feministar í verki gerir það svo að verkum að það er hægt að vera meira kinký og ganga lengra í tilraunastarfsemi en með þeim sem ber minni virðingu fyrir okkur. Semsagt, betri bólfarir!"Nafnlaus en ekki karlmaður Þyrnigerður vill ekki gefa upp hver stendur bakvið karakterinn. „Það getur verið hver sem er. Kannski er hún ung og kannski er hún gömul. Kannski er hún ráðherra og kannski er hún nemi," segir hún. Hún fullyrðir þó að hún sé kona „með leg og sníp, en ég hyggst þó ekki sanna það í þessu viðtali." Hún segist oft hafa fengið þá spurningu hvort hún sé karlmaður en bendir hér með á að skrifin á síðunni hennar beri þess merki að vera ekki mjög karllæg. „Það skiptir samt náttúrlega ekki máli hvaðan gott kemur ef það er feminískt og heiðarlegt," segir hún. Kannski ekki dæmigerður feministi Þó Þyrnigerður sé eitilharður feministi fellur hún kannski ekki að öllu leyti að hugmyndum fólks um dæmigerða feminista. Hún er til dæmis ekki fortakslaust á móti klámi. „Í mínum huga er klám kapítalísk auðmýking en ég viðurkenni samt aðdráttaraflið og kosti þess að láta utanaðkomandi þætti örva okkur," segir hún. „Það er enginn vafi í mínum huga að klám hefur neikvæð áhrif á samfélagið, sérstaklega krakka sem fá flest sína fyrstu kynfræðslu úr klámi," segir hún en vill sjá meiri framleiðslu á erótísku efni þó hún viðurkenni að mörkin þar á milli geti verið flöktandi og óskýr. „Í því má sýna ríðingar, píkur, rassa og typpi og það má sýna allskonar klúrt kynlíf en það á líka að vera byggt á gagnkvæmri virðingu og sýna venjulegt fólk," segir hún.
Mest lesið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira