Fóstureyðingalöggjöf Írlands verður líklega tekin til endurskoðunar í kjölfar dauða hinnar 31 árs gömlu Savitu Halappanavar.
Savita lést eftir að hafa verið neitað um fóstureyðingu á háskólasjúkrahúsinu í Galway. Hún var komin 17 vikur á leið og þungt haldin þegar hún leitaði til lækna í síðasta mánuði.
Þar var henni sagt að fóstrið væri lifandi og Írland kaþólskt land. Savita, sem var tannlæknir á sjúkrahúsinu í Galway, lést úr blóðeitrun.
Fóstureyðingar eru aðeins heimilaðar á Írlandi þegar líf móður er í hættu.
Nú hafa heilbrigðisyfirvöld á Írlandi hrundið af stað rannsókn á málinu en það hefur sjúkrahúsið í Galway einnig gert.
Lést eftir að hafa verið neitað um fóstureyðingu
