Glæsilegustu sæðingahrútar landsins í einu riti Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. nóvember 2012 19:55 Allt áhugafólk um íslensku sauðkindina brosir breitt þessa dagana því ný hrútaskrá var að koma úr prentun. Þar er hægt er að fá allar upplýsingar um bestu og flottustu hrúta landsins. Síminn hjá Búnaðarsambandi Suðurlands á Selfossi hefur ekki stoppað síðustu daga, bændur og búalið eru að hringja til að vita hvort nýja Hrútaskráin sé komin út enda er þetta jólabókin í ár hjá sauðfjárbændum. Skráin var að koma úr prentun og ríkur út eins og heitar lummur. „Það stoppar varla síminn eftir að skráin kom út," segir Guðmundur Jóhannesson, ritstjóri Hrútaskrárinnar. „Það eru allir að spyrja eftir henni. Hún er loksins komin út en hún hefur reyndar verið á netinu í um viku. En fólk vill og þreifa á henni."Sp.bm. Af hverju er þetta svona vinsælt blað? „Það er almennt áhugi á sauðfjárrækt. Hann hefur vaxið undanfarið og er mjög almennur. Áhugi meðal sauðfjárræktenda hefur aukist. Blaðið er mjög vinsælt." Guðmundur segir að Hrútaskráin sé heitasta blaðið í dag enda lesið spjaldanna á milli á öllum alvöru sveitabæjum. „Þetta eru lýsingar á hrútunum sjálfum og afkvæmum þeirra. Hvernig dætur þeirra eru lömbin sem undan þeim koma eru."Sp.blm. Og þarna eru allir flottustu hrútar landsins? „Þetta er rjóminn af hrútunum í landinu," segir Guðmundur. En hvenær hefst formleg sæðistaka úr hrútunum og hvernig er sá tími á Sauðfjársæðingastöð Suðurlands? „Sæðistaka með fersku sæði og dreifingu á því hefst 1. desember. Það er mikið fjör í jólamánuðinum.Sæðistaka byrjar yfirleitt fimm á morgnanna og fer strax út til bænda svo að menn eru byrjaðir að nota það klukkan tvö." Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Allt áhugafólk um íslensku sauðkindina brosir breitt þessa dagana því ný hrútaskrá var að koma úr prentun. Þar er hægt er að fá allar upplýsingar um bestu og flottustu hrúta landsins. Síminn hjá Búnaðarsambandi Suðurlands á Selfossi hefur ekki stoppað síðustu daga, bændur og búalið eru að hringja til að vita hvort nýja Hrútaskráin sé komin út enda er þetta jólabókin í ár hjá sauðfjárbændum. Skráin var að koma úr prentun og ríkur út eins og heitar lummur. „Það stoppar varla síminn eftir að skráin kom út," segir Guðmundur Jóhannesson, ritstjóri Hrútaskrárinnar. „Það eru allir að spyrja eftir henni. Hún er loksins komin út en hún hefur reyndar verið á netinu í um viku. En fólk vill og þreifa á henni."Sp.bm. Af hverju er þetta svona vinsælt blað? „Það er almennt áhugi á sauðfjárrækt. Hann hefur vaxið undanfarið og er mjög almennur. Áhugi meðal sauðfjárræktenda hefur aukist. Blaðið er mjög vinsælt." Guðmundur segir að Hrútaskráin sé heitasta blaðið í dag enda lesið spjaldanna á milli á öllum alvöru sveitabæjum. „Þetta eru lýsingar á hrútunum sjálfum og afkvæmum þeirra. Hvernig dætur þeirra eru lömbin sem undan þeim koma eru."Sp.blm. Og þarna eru allir flottustu hrútar landsins? „Þetta er rjóminn af hrútunum í landinu," segir Guðmundur. En hvenær hefst formleg sæðistaka úr hrútunum og hvernig er sá tími á Sauðfjársæðingastöð Suðurlands? „Sæðistaka með fersku sæði og dreifingu á því hefst 1. desember. Það er mikið fjör í jólamánuðinum.Sæðistaka byrjar yfirleitt fimm á morgnanna og fer strax út til bænda svo að menn eru byrjaðir að nota það klukkan tvö."
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira