Lífið

Ungstirni kaupa hús á 300 milljónir

MYNDIR / COVER MEDIA
Skötuhjúin Emma Stone og Andrew Garfield eru ákveðin í því að vera saman að eilífu og hafa fjárfest í glæsihýsi í Beverly Hills sem er rúmlega 350 fermetrar.

Húsið er staðsett í Beverly Hills og kostaði ungstirnin 2,5 milljónir dollara, rúmlega þrjú hundruð milljónir króna. Það er búið fjórum svefnherbergjum, þremur baðherbergjum og sundlaug.

Emma og Andrew byrjuðu að slá sér upp saman á setti kvikmyndarinnar Spider-Man. Þetta er ekki fyrsta heimilið sem þau deila því sögurnar segja að þau hafi flutt inn saman í íbúð í New York fyrr á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.