Sjálfstæðismenn hentu tilraun til uppgjörs við fortíðina "með hlátra sköllum" Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. nóvember 2012 14:35 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Erfiðleikar Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins eru m.a afleiðing þess að sjálfstæðismenn ákváðu á landsfundi að henda endurreisnarskýrslu flokksins, sem var uppgjör við fortíðina, út í hafsauga "með hlátrasköllum" og þá brugðu pólitískir samherjar Bjarna fyrir hann fæti í Icesave-málinu. Þetta er mat Þorsteins Pálssonar, fyrrverandi formanns flokksins. Sem kunnugt er fékk Bjarni 55 prósenta stuðning í Suðvesturkjördæmi af gildum atkvæðum. Talað var um að sú niðurstaða hefði verið vonbrigði fyrir Bjarna, en slíkt er þó ekki einsdæmi því Bjarni var með tæplega 20 prósenta betri stuðning í eigin kjördæmi en Geir Hallgrímsson, þáverandi formaður flokksins, fékk í prófkjöri í Reykjavík árið 1979. Ekki skal þó dregin fjöður yfir þá staðreynd að á þessum 33 árum hafa formenn flokksins yfirleitt fengið umtalsvert meiri stuðning í prófkjörum í eigin kjördæmum en Bjarni fékk um síðustu helgi. Bjarni hefur sjálfur sagt að niðurstaðan í prófkjörinu um síðustu helgi hafi verið viss vonbrigði og hann hafi verið að vonast eftir betri stuðningi.Bjarni sýndi „raunverulega sáttahæfileika" Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, gerir þetta að umtalsefni í vikulegum pistli sínum í helgarblaði Fréttablaðsins.Þorsteinn segir: „Pólitískar rætur vonbrigðanna (Bjarna innsk.blm) virðast þó einkum liggja í tveimur atvikum. Annað er að landsfundur ákvað með hlátra sköllum að henda út í hafsauga endurreisnarskýrslunni sem Geir Haarde lét vinna. Hún var alvöru tilraun til að gera upp við fortíðina og leggja grunn að framtíðarsýn. Það hefur háð nýjum formanni að hafa ekki þá málefnaundirstöðu. Hitt er að ýmsir samherjar formannsins brugðu fyrir hann fæti þegar hann beitti sér fyrir lausn Icesave-málsins. Niðurstaða þess er enn í uppnámi. Einmitt það sýnir að sú varfærnisleið sem formaðurinn vildi var skynsamleg og ábyrg út frá íslenskum hagsmunum. Um leið bar hún vott um raunverulega sáttahæfileika." Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Þorsteinn víkur að því hvernig landsfundur Sjálfstæðisflokksins henti upphaflegum drögum að skýrslu endurreisnarnefndarinnar í ruslið á landsfundi 2009, eftir að Davíð Oddsson hafði óvænt stigið í pontu og sagt skýrsluna „illa skrifað plagg" og sagst sjá eftir trjánum sem hefðu farið í pappírinn sem skýrslan var prentuð á. Í Kögunarhóli hinn 2. janúar 2010 sagði Þorsteinn að viðspyrna Sjálfstæðisflokksins eftir hrunið hefði veikst „eftir að eldur var borinn að endurreisnarskýrslunni á landsfundi." thorbjorn@stod2.is Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Erfiðleikar Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins eru m.a afleiðing þess að sjálfstæðismenn ákváðu á landsfundi að henda endurreisnarskýrslu flokksins, sem var uppgjör við fortíðina, út í hafsauga "með hlátrasköllum" og þá brugðu pólitískir samherjar Bjarna fyrir hann fæti í Icesave-málinu. Þetta er mat Þorsteins Pálssonar, fyrrverandi formanns flokksins. Sem kunnugt er fékk Bjarni 55 prósenta stuðning í Suðvesturkjördæmi af gildum atkvæðum. Talað var um að sú niðurstaða hefði verið vonbrigði fyrir Bjarna, en slíkt er þó ekki einsdæmi því Bjarni var með tæplega 20 prósenta betri stuðning í eigin kjördæmi en Geir Hallgrímsson, þáverandi formaður flokksins, fékk í prófkjöri í Reykjavík árið 1979. Ekki skal þó dregin fjöður yfir þá staðreynd að á þessum 33 árum hafa formenn flokksins yfirleitt fengið umtalsvert meiri stuðning í prófkjörum í eigin kjördæmum en Bjarni fékk um síðustu helgi. Bjarni hefur sjálfur sagt að niðurstaðan í prófkjörinu um síðustu helgi hafi verið viss vonbrigði og hann hafi verið að vonast eftir betri stuðningi.Bjarni sýndi „raunverulega sáttahæfileika" Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, gerir þetta að umtalsefni í vikulegum pistli sínum í helgarblaði Fréttablaðsins.Þorsteinn segir: „Pólitískar rætur vonbrigðanna (Bjarna innsk.blm) virðast þó einkum liggja í tveimur atvikum. Annað er að landsfundur ákvað með hlátra sköllum að henda út í hafsauga endurreisnarskýrslunni sem Geir Haarde lét vinna. Hún var alvöru tilraun til að gera upp við fortíðina og leggja grunn að framtíðarsýn. Það hefur háð nýjum formanni að hafa ekki þá málefnaundirstöðu. Hitt er að ýmsir samherjar formannsins brugðu fyrir hann fæti þegar hann beitti sér fyrir lausn Icesave-málsins. Niðurstaða þess er enn í uppnámi. Einmitt það sýnir að sú varfærnisleið sem formaðurinn vildi var skynsamleg og ábyrg út frá íslenskum hagsmunum. Um leið bar hún vott um raunverulega sáttahæfileika." Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Þorsteinn víkur að því hvernig landsfundur Sjálfstæðisflokksins henti upphaflegum drögum að skýrslu endurreisnarnefndarinnar í ruslið á landsfundi 2009, eftir að Davíð Oddsson hafði óvænt stigið í pontu og sagt skýrsluna „illa skrifað plagg" og sagst sjá eftir trjánum sem hefðu farið í pappírinn sem skýrslan var prentuð á. Í Kögunarhóli hinn 2. janúar 2010 sagði Þorsteinn að viðspyrna Sjálfstæðisflokksins eftir hrunið hefði veikst „eftir að eldur var borinn að endurreisnarskýrslunni á landsfundi." thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira