Almannavarnir hafa beðið skólastjóra og forstöðumenn frístundamiðstöðva um að sjá til þess að börnum verði ekki hleypt einum heim úr skóla eða frístundastarfi í dag, en spáð er öðrum veðurhvelli síðdegis. Jafnframt eru skólastjórar beðnir um að senda foreldrum tilkynningu í gegnum Mentor eða póstlista þess efnis að þeir sæki börn sín í skólann og frístundaheimili í lok skóladags.
Skólastjórar og forstöðumenn eru beðnir um að fylgjast grannt með tilkynningum frá Veðurstofu og Almannavörnum og er jafnframt bent á viðbrögð vegna óveðurs og röskunar á skólastarfi sem er á vefnum.
