Lífið

Sumarleg eftir sambandsslit

MYNDIR / COVER MEDIA
Leikkonan Eva Longoria hitti vini í hádegismat í Sherman Oaks í Kaliforníu á laugardaginn og klæddist afar sumarlegum síðkjól.

Eva virtist vera í góðu jafnvægi en stutt er síðan hún hætti með kærasta sínum, NFL-leikmanninum Mark Sanchez.

Mark er tólf árum yngri en Eva og tilkynnti um sambandsslitin í síðasta mánuði.

"Mark dáir og virðir Evu. Þau ætla að halda áfram að vera góðir vinir," sagði fulltrúi Marks í tilkynningu til fjölmiðla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.