Upprennandi fyrirsætan Kendall Jenner, systir Kardashian-systranna, fékk aldeilis fína afmælisgjöf frá móður sinni, Kris Jenner, en Kendall varð sautján ára á dögunum.
Mæðgurnar eru í Ástralíu þar sem Kendall var í tökum fyrir Miss Teen Vogue. Kris ákvað að leigja þyrlu og fóru þær saman í smá afmælisferðalag.
Mæðgurnar voru duglegar að setja myndir úr ferðalaginu inn á Twitter en þær ferðuðust mikið um óbyggðir Ástralíu. Það var greinilega gaman hjá þeim en það eru ekki allar táningsstúlkur sem fá svona veglegar afmælisgjafir.
Þyrluferð í afmælisgjöf

Mest lesið








Íslendingar geta verið sóðar
Lífið samstarf


Flottasti garður landsins er á Selfossi
Lífið samstarf