Handbolti

28 manna EM-hópur Íslands tilkynntur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ágúst Jóhannsson og Gústaf Adolf Björnsson.
Ágúst Jóhannsson og Gústaf Adolf Björnsson. Mynd/Stefán
Ágúst Jóhannsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, hefur tilkynnt til EHF þá 28 leikmenn sem koma til greina í leikmannahóp Íslands fyrir EM í Serbíu í næsta mánuði.

Rakel Dögg Bragadóttir, leikmaður Stjörnunnar, er í hópnum en hún missti af HM í Brasilíu í fyrra vegna krossbandsslits. Hún er þó komin af stað á nýjan leik.

Ramune Pekarskyte, leikmaður Levanger í Noregi, er einnig í hópnum en hún fékk íslenskan ríkisborgararétt fyrr á árinu og spilaði í fyrsta sinn með landsliðinu fyrr í haust.

Ágúst þarf að velja sextán leikmenn úr hópnum fyrir EM sem hefst þann 4. desember næstkomandi.

Leikmenn Íslands:

Markverðir:

Guðný Jenný Ásmundsdóttir, Val

Sunneva Einarsdóttir, Stjörnunni

Dröfn Haraldsdóttir, FH

Heiða Ingólfsdóttir, Gróttu

Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir, HK

Aðrir leikmenn:

Þorgerður Anna Atladóttir, Val

Steinunn Björnsdóttir, Fram

Rakel Dögg Bragadóttir, Stjörnunni

Hildigunnur Einarsdóttir, Tertnes

Guðbjörg Guðmannsdóttir, ÍBV

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Val

Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir, Val

Ásta Birna Gunnarsdóttir, Fram

Elísabet Gunnarsdóttir, Fram

Birna Berg Haraldsdóttir, Fram

Sigurbjörg Jóhannsdóttir, Fram

Rut Jónsdóttir, Team Tvis Holstebro

Karen Knútsdóttir, Blomberg Lippe

Karólína B. Lárudóttir, Val

Arna Sif Pálsdóttir, Álaborg

Ramune Pekarskyte, Levanger

Jóna Margrét Ragnarsdóttir, Stjörnunni

Stella Sigurðardóttir, Fram

Dagný Skúladóttir, Val

Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, Val

Þórey Rósa Stefánsdóttir, Team Tvis Holstebro

Hanna G. Stefánsdóttir, Stjörnunni

Hildur Þorgeirsdóttir, Blomberg Lippe






Fleiri fréttir

Sjá meira


×