Lífið

Hrikalega krúttleg byrjun

Eins og sjá má í þessu stutta myndskeiði hófst tískusýning hjónanna Gunnars Hilmarssonar og Kolbrúnar Petreu Gunnarsdóttur þegar þau frumsýndu stórglæsilega hönnun sína á dögunum sem ber heitið Freebird í Þjóðmenningarhúsinu á mjög svo krúttlegan hátt.

Það voru margar ballerínur sem birtust skyndilega í salnum og afhentu hverjum einasta gesti lítinn miða sem á stóðu fallega skilaboð eins og:   Segðu einhverjum að þú elskir hann, Mundu að elska með öllu hjartanu, Láttu ást koma við sögu á hverjum degi, Ástin er lífið sem heldur heiminum saman, Ekki gleyma að kyssa einhvern í dag. 

Sjá vefslóð verslunarinnar: Freebirdclothes.com.

Hér (linkur) má skoða myndir af sýningargestum.

Og ég hér (linkur) má sjá viðtal við Gunna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.