Lífið

Forrík partídýr

Myndir/Cover media
Ofurfyrirsætan Naomi Campbell ætlaði aldeilis að halda afmælisveislu aldarinnar fyrir unnusta sinn, rússneska milljónamæringinn, Vladimir Doronin, þegar hann varð fimmtugur - sem og hún gerði í síðustu viku. Hvorki meira né minna en 200 heimsfrægir gestir mættu í boðið og engin önnur en Diana Ross söng og dansaði. Veislan sem fram fór á Indlandi endaði með því að Indverjinn sem sá um viðburðinn fyrir Naomi var handtekinn sökum hávaða og láta en það voru nágrannarnir sem höfðu samband við lögregluna eftir að flugeldasýningin hafði staðið yfir í alllangan tíma.
Parið á rauða dreglinum.
Svo er eins og allt klæði hana vel.
Vellauðug partídýr - nema hvað.
Naomi er einstök í útliti.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.