Dreymir þig klúrt kynlíf? 31. október 2012 17:15 Á einhverjum tímapunkti fá allir á broddinn í draumalandi. Burtséð frá því að vera klúrt næturævintýri geta eldheitar sýnir veitt þér áhugaverða innsýn í sálarlíf þitt. (Það er ástæða fyrir því að þetta skaust upp í kollinn á þér.)"Kynferðislegir draumar afhjúpa þrá þína og ótta," segir sérfræðingur í draumaráðgjöf, dr. Gillian Holloway, höfundur Erotic Dreams. "Undirmeðvitund þín notar þessar hráu, lostafullu aðstæður til að flokka tilfinningar sem þú horfist ekki í augu við dagsdaglega." Annað sem vert er að hafa í huga: Oft eru klúrustu senurnar ekki um kynlíf heldur "saklausar" ímyndanir sem eru hlaðnar kynferðislegri þýðingu. Já, þetta er flókið – þess vegna höfum við krufið algengustu klúru draumana fyrir þig.Framhjáhald Það getur verið frekar óþægilegt að dreyma að þú farir á bak við manninn þinn og kelir við einhvern annan. "Yfirleitt dreymir þig að þú haldir framhjá stuttu eftir að miklar breytingar verða í sambandinu, t.d. við trúlofun," segir Holloway."Einhver óróleiki yfir slíkri stórri ákvörðun (sem er mjög eðlilegt) getur birst í draumum." Það þýðir ekki að þú sjáir eftir ákvörðuninni: þú ert bara að upplifa réttmætar áhyggjur, eins og að þú sért mögulega að missa af öðrum mögulegum mökum eða að einn daginn munir þú komast að því að hann sé ekki sá eini rétti.Cosmopolitan - Eldheitur leiðarvísir að leyndardómum kynlifs.Að fljúga um himininn Oft þegar þig dreymir að þú svífir um loftin blá hefur þú nýverið átt magnað kynlíf í raunveruleikanum. "Þessi alsælu tilfinning kallast að vera í himnasælu og er sambærileg fullnægingu," segir Holloway. "Draumar um flug snúast yfirleitt um að fá smá frelsi í lífinu og vera eins óheflaður og mögulegt er. Þessi draumur gæti verið að segja þér að með því að stíga út fyrir kynferðislega þægindahringinn muntu geta komist undan ótta og óöryggi og að þú ættir að halda ótrauð áfram með ævintýraþrá þína."Þú ert allt í einu með sítt hár Að ímynda sér hár eins og á Lafði Lokkaprúðri í draumi er líkamleg vakning – þú hefur gleymt að sinna kynlífi og nú er kominn tími til að nota orku þína í það að svara kalli kynhvatarinnar. "Sítt hár táknar kvenleika og munúð, hvatningu til að leyfa náttúrulegum hvötum að ráða ferð," segir Holloway. Hættu að geyma kynlífið þar til seinna og farðu að leita að fjörinu sem þig hefur verið að dreyma um.Fleiri draumráðningar má lesa um í bókinni Cosmopolitan - Eldheitan leiðarvísi að leyndardómum kynlífs - sjá hér. Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira
Á einhverjum tímapunkti fá allir á broddinn í draumalandi. Burtséð frá því að vera klúrt næturævintýri geta eldheitar sýnir veitt þér áhugaverða innsýn í sálarlíf þitt. (Það er ástæða fyrir því að þetta skaust upp í kollinn á þér.)"Kynferðislegir draumar afhjúpa þrá þína og ótta," segir sérfræðingur í draumaráðgjöf, dr. Gillian Holloway, höfundur Erotic Dreams. "Undirmeðvitund þín notar þessar hráu, lostafullu aðstæður til að flokka tilfinningar sem þú horfist ekki í augu við dagsdaglega." Annað sem vert er að hafa í huga: Oft eru klúrustu senurnar ekki um kynlíf heldur "saklausar" ímyndanir sem eru hlaðnar kynferðislegri þýðingu. Já, þetta er flókið – þess vegna höfum við krufið algengustu klúru draumana fyrir þig.Framhjáhald Það getur verið frekar óþægilegt að dreyma að þú farir á bak við manninn þinn og kelir við einhvern annan. "Yfirleitt dreymir þig að þú haldir framhjá stuttu eftir að miklar breytingar verða í sambandinu, t.d. við trúlofun," segir Holloway."Einhver óróleiki yfir slíkri stórri ákvörðun (sem er mjög eðlilegt) getur birst í draumum." Það þýðir ekki að þú sjáir eftir ákvörðuninni: þú ert bara að upplifa réttmætar áhyggjur, eins og að þú sért mögulega að missa af öðrum mögulegum mökum eða að einn daginn munir þú komast að því að hann sé ekki sá eini rétti.Cosmopolitan - Eldheitur leiðarvísir að leyndardómum kynlifs.Að fljúga um himininn Oft þegar þig dreymir að þú svífir um loftin blá hefur þú nýverið átt magnað kynlíf í raunveruleikanum. "Þessi alsælu tilfinning kallast að vera í himnasælu og er sambærileg fullnægingu," segir Holloway. "Draumar um flug snúast yfirleitt um að fá smá frelsi í lífinu og vera eins óheflaður og mögulegt er. Þessi draumur gæti verið að segja þér að með því að stíga út fyrir kynferðislega þægindahringinn muntu geta komist undan ótta og óöryggi og að þú ættir að halda ótrauð áfram með ævintýraþrá þína."Þú ert allt í einu með sítt hár Að ímynda sér hár eins og á Lafði Lokkaprúðri í draumi er líkamleg vakning – þú hefur gleymt að sinna kynlífi og nú er kominn tími til að nota orku þína í það að svara kalli kynhvatarinnar. "Sítt hár táknar kvenleika og munúð, hvatningu til að leyfa náttúrulegum hvötum að ráða ferð," segir Holloway. Hættu að geyma kynlífið þar til seinna og farðu að leita að fjörinu sem þig hefur verið að dreyma um.Fleiri draumráðningar má lesa um í bókinni Cosmopolitan - Eldheitan leiðarvísi að leyndardómum kynlífs - sjá hér.
Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira