Fríða Rún: Draumur sem allar stelpur vilja upplifa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2012 19:45 Fríða Rún Einarsdóttir og Sif Pálsdóttir voru í viðtali hjá Valtý Birni Valtýssyni í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hann hitti þessa brosandi nýkrýndu Evrópumeistara í hópfimleikum í hófi til heiðurs þeim í dag. „Þetta var stefnan allan tímann," sagði Fríða Rún Einarsdóttir og Sif Pálsdóttir bætti við: „Þetta var draumurinn." Íslensku stelpurnar náðu ekki bestu einkunninni í undanúrslitunum en gerðu engin mistök á úrslitastundu og vörðu Evrópumeistaratitilinn með glæsibrag. „Sex bestu liðin komust áfram á föstudeginum og við náðum því markmiði að komast í úrslit. Það skipti engu máli í hvaða sæti við vorum eða hvaða einkunn við fengum því við tókum stigin ekki með okkur. Laugardagurinn var bara ný keppni, við núllstilltum okkur og komum grimmar inn í laugardaginn," sagði Sif. „Það byrja allir á núlli seinni daginn sem hentaði okkur mjög vel því Svíarnir voru á undan okkur eftir föstudaginn. Ég hafði fulla trú á mínu liði allan tímann og ég vissi að við færum alla leið. Ég held að við höfum allar farið með það hugarfar inn í úrslitin á laugardaginn. Við vissum að við værum með þetta og það gekk allt upp," sagði Fríða Rún. Stelpurnar æfa gríðarlega mikið og fórna öllum frítímanum í hópfimleikana. „Við veljum þetta og það sér enginn eftir því. Við erum með bestu vinkonunum okkar allan daginn og þetta er draumur sem allar stelpur vilja upplifa," sagði Fríða. Það má sjá allt viðtalið við stelpurnar með því að smella hér fyrir ofan. Íþróttir Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn Ferrell vakti mikla lukku á hokkíleik: „Gæti þurft að fara inn á“ Liðsfélagar í kasti við lögin og Cardi B flækt í málið „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ KR bætir við sig Letta „Hann verður alltaf númer eitt“ Berst við krabbamein Littler sættist við áhorfendur í salnum „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Orðið fyrir fordómum allan ferilinn Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Venus verður sú elsta í sögunni og Serena gæti snúið aftur Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjá meira
Fríða Rún Einarsdóttir og Sif Pálsdóttir voru í viðtali hjá Valtý Birni Valtýssyni í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hann hitti þessa brosandi nýkrýndu Evrópumeistara í hópfimleikum í hófi til heiðurs þeim í dag. „Þetta var stefnan allan tímann," sagði Fríða Rún Einarsdóttir og Sif Pálsdóttir bætti við: „Þetta var draumurinn." Íslensku stelpurnar náðu ekki bestu einkunninni í undanúrslitunum en gerðu engin mistök á úrslitastundu og vörðu Evrópumeistaratitilinn með glæsibrag. „Sex bestu liðin komust áfram á föstudeginum og við náðum því markmiði að komast í úrslit. Það skipti engu máli í hvaða sæti við vorum eða hvaða einkunn við fengum því við tókum stigin ekki með okkur. Laugardagurinn var bara ný keppni, við núllstilltum okkur og komum grimmar inn í laugardaginn," sagði Sif. „Það byrja allir á núlli seinni daginn sem hentaði okkur mjög vel því Svíarnir voru á undan okkur eftir föstudaginn. Ég hafði fulla trú á mínu liði allan tímann og ég vissi að við færum alla leið. Ég held að við höfum allar farið með það hugarfar inn í úrslitin á laugardaginn. Við vissum að við værum með þetta og það gekk allt upp," sagði Fríða Rún. Stelpurnar æfa gríðarlega mikið og fórna öllum frítímanum í hópfimleikana. „Við veljum þetta og það sér enginn eftir því. Við erum með bestu vinkonunum okkar allan daginn og þetta er draumur sem allar stelpur vilja upplifa," sagði Fríða. Það má sjá allt viðtalið við stelpurnar með því að smella hér fyrir ofan.
Íþróttir Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn Ferrell vakti mikla lukku á hokkíleik: „Gæti þurft að fara inn á“ Liðsfélagar í kasti við lögin og Cardi B flækt í málið „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ KR bætir við sig Letta „Hann verður alltaf númer eitt“ Berst við krabbamein Littler sættist við áhorfendur í salnum „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Orðið fyrir fordómum allan ferilinn Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Venus verður sú elsta í sögunni og Serena gæti snúið aftur Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjá meira