Handbolti

Danir eiga tvo markahæstu mennina í þýsku deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Morten Olsen.
Morten Olsen. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Dönsku landsliðsmennirnir Morten Olsen og Hans Lindberg eru tveir markahæstu leikmenn þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta eftir leiki helginnar.

Hinn íslensk-ættaði Hans Lindberg hefur verið markahæstur nær allt tímabilið en landi hans Morten Olsen skaust upp í toppsætið eftir að hafa skorað 17 mörk fyrir TSV Hannover-Burgdorf í sigri á TLemgo um helgina.

Morten Olsen hefur skorað 76 mörk í fyrstu 9 leikjunum eða 8,7 mörk að meðaltali í leik en Hans Lindberg er með 72 mörk eða 8,0 að meðaltali. Þeir hafa báðir skorað 27 mörk af vítapunktinum.

Þriðji Daninn, Anders Eggert hjá Flensburg-Handewitt, er síðan í 6. sæti á eftir þeim Uwe Gensheimer (Rhein-Neckar Löwen), Kentin Mahé (Gummersbach) og Filip Jicha (Kiel).

Alexander Petersson hjá Rhein-Neckar Löwen er efstur íslensku leikmannanna en hann er með 45 mörk í 9 leikjum eða fimm að meðaltali. Alexander er í 15. næsti en Vignir Svavarsson hjá Minden er síðan í 51. sæti með 33 mörk í 10 leikjum. Guðjón Valur Sigurðsson hjá Kiel er síðan í 70. sæti með 28 mörk í 9 leikjum eða 3,1 að meðaltali í leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×