Bæjarstjóri segir Heiðmerkurhugmynd áhugaverða 11. október 2012 13:09 Hafnarfjörður eða Heiðmörk? „Þetta er hugmynd sem er borin fram í fullri alvöru. Ég geri ráð fyrir því að við munum, í fullri alvöru, taka þetta fyrir á næsta fundi bæjarráðs," segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar og oddviti Vinstri grænna í bæjarstjórn, um tillögu bæjarfulltrúa Kópavogs, um að sameina Kópavog, Álftanes, Garðabæ og Hafnarfjörð í eitt sveitarfélag. Það voru þeir Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, og Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi Vinstri grænna, sem lögðu fram tillöguna í bæjarráði Kópavogs í vikunni. Hún var samþykkt og fulltrúa gert að leita eftir viðræðum við bæjaryfirvöld í Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi um sameiningu þessara sveitarfélaga. Hugmynd kom fram í greinagerð sem fylgdi tillögunni, um að hið nýja sveitarfélag, gæti heitið Heiðmörk. Guðrún Ágústa tekur hugmyndinni með fyrirvara og bendir á að ekki fyrir svo löngu síðan hafi komið upp sú hugmynd að sameina höfuðborgarsvæðið í eitt stórt sveitarfélag. „Niðurstaðan þar var að það ætti ekki að sameinast, heldur auka samvinnu á milli sveitarfélaga," útskýrir Guðrún. Hún segir hugmyndina aftur á móti áhugaverða, það er að segja að sameina þessi sveitarfélög í suðri og þannig búa til borg á móti Reykjavík. „Stærri rekstrareining býður sannarlega upp á ákveðna hagkvæmni," segir Guðrún og bætir við að það verði þó að huga að bæjarmyndinni, sem hún telur að tapist ekki endilega þó þessi sveitarfélög sameinuðust. Guðrún segir þó enga knýjandi þörf á sameiningu, ekki af hálfu Hafnarfjarðar í það minnsta, „en tillagan er áhugaverð," bætir hún við. Tengdar fréttir Bæjarráð Kópavogs vill búa til sveitarfélagið Heiðmörk Bæjarfulltrúar Kópavogs, þeir Ómar Stefánsson, sem situr í bæjarstjórn fyrir Framsóknarflokkinn, og Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi Vg, lögðu fram í vikunni tillögu þess efnis að leitast ætti eftir því að sameina Hafnarfjörð, Garðabæ, Álftanes og Kópavog í eitt sveitarfélag. 11. október 2012 10:51 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
„Þetta er hugmynd sem er borin fram í fullri alvöru. Ég geri ráð fyrir því að við munum, í fullri alvöru, taka þetta fyrir á næsta fundi bæjarráðs," segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar og oddviti Vinstri grænna í bæjarstjórn, um tillögu bæjarfulltrúa Kópavogs, um að sameina Kópavog, Álftanes, Garðabæ og Hafnarfjörð í eitt sveitarfélag. Það voru þeir Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, og Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi Vinstri grænna, sem lögðu fram tillöguna í bæjarráði Kópavogs í vikunni. Hún var samþykkt og fulltrúa gert að leita eftir viðræðum við bæjaryfirvöld í Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi um sameiningu þessara sveitarfélaga. Hugmynd kom fram í greinagerð sem fylgdi tillögunni, um að hið nýja sveitarfélag, gæti heitið Heiðmörk. Guðrún Ágústa tekur hugmyndinni með fyrirvara og bendir á að ekki fyrir svo löngu síðan hafi komið upp sú hugmynd að sameina höfuðborgarsvæðið í eitt stórt sveitarfélag. „Niðurstaðan þar var að það ætti ekki að sameinast, heldur auka samvinnu á milli sveitarfélaga," útskýrir Guðrún. Hún segir hugmyndina aftur á móti áhugaverða, það er að segja að sameina þessi sveitarfélög í suðri og þannig búa til borg á móti Reykjavík. „Stærri rekstrareining býður sannarlega upp á ákveðna hagkvæmni," segir Guðrún og bætir við að það verði þó að huga að bæjarmyndinni, sem hún telur að tapist ekki endilega þó þessi sveitarfélög sameinuðust. Guðrún segir þó enga knýjandi þörf á sameiningu, ekki af hálfu Hafnarfjarðar í það minnsta, „en tillagan er áhugaverð," bætir hún við.
Tengdar fréttir Bæjarráð Kópavogs vill búa til sveitarfélagið Heiðmörk Bæjarfulltrúar Kópavogs, þeir Ómar Stefánsson, sem situr í bæjarstjórn fyrir Framsóknarflokkinn, og Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi Vg, lögðu fram í vikunni tillögu þess efnis að leitast ætti eftir því að sameina Hafnarfjörð, Garðabæ, Álftanes og Kópavog í eitt sveitarfélag. 11. október 2012 10:51 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Bæjarráð Kópavogs vill búa til sveitarfélagið Heiðmörk Bæjarfulltrúar Kópavogs, þeir Ómar Stefánsson, sem situr í bæjarstjórn fyrir Framsóknarflokkinn, og Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi Vg, lögðu fram í vikunni tillögu þess efnis að leitast ætti eftir því að sameina Hafnarfjörð, Garðabæ, Álftanes og Kópavog í eitt sveitarfélag. 11. október 2012 10:51