Bæjarstjóri segir Heiðmerkurhugmynd áhugaverða 11. október 2012 13:09 Hafnarfjörður eða Heiðmörk? „Þetta er hugmynd sem er borin fram í fullri alvöru. Ég geri ráð fyrir því að við munum, í fullri alvöru, taka þetta fyrir á næsta fundi bæjarráðs," segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar og oddviti Vinstri grænna í bæjarstjórn, um tillögu bæjarfulltrúa Kópavogs, um að sameina Kópavog, Álftanes, Garðabæ og Hafnarfjörð í eitt sveitarfélag. Það voru þeir Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, og Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi Vinstri grænna, sem lögðu fram tillöguna í bæjarráði Kópavogs í vikunni. Hún var samþykkt og fulltrúa gert að leita eftir viðræðum við bæjaryfirvöld í Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi um sameiningu þessara sveitarfélaga. Hugmynd kom fram í greinagerð sem fylgdi tillögunni, um að hið nýja sveitarfélag, gæti heitið Heiðmörk. Guðrún Ágústa tekur hugmyndinni með fyrirvara og bendir á að ekki fyrir svo löngu síðan hafi komið upp sú hugmynd að sameina höfuðborgarsvæðið í eitt stórt sveitarfélag. „Niðurstaðan þar var að það ætti ekki að sameinast, heldur auka samvinnu á milli sveitarfélaga," útskýrir Guðrún. Hún segir hugmyndina aftur á móti áhugaverða, það er að segja að sameina þessi sveitarfélög í suðri og þannig búa til borg á móti Reykjavík. „Stærri rekstrareining býður sannarlega upp á ákveðna hagkvæmni," segir Guðrún og bætir við að það verði þó að huga að bæjarmyndinni, sem hún telur að tapist ekki endilega þó þessi sveitarfélög sameinuðust. Guðrún segir þó enga knýjandi þörf á sameiningu, ekki af hálfu Hafnarfjarðar í það minnsta, „en tillagan er áhugaverð," bætir hún við. Tengdar fréttir Bæjarráð Kópavogs vill búa til sveitarfélagið Heiðmörk Bæjarfulltrúar Kópavogs, þeir Ómar Stefánsson, sem situr í bæjarstjórn fyrir Framsóknarflokkinn, og Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi Vg, lögðu fram í vikunni tillögu þess efnis að leitast ætti eftir því að sameina Hafnarfjörð, Garðabæ, Álftanes og Kópavog í eitt sveitarfélag. 11. október 2012 10:51 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira
„Þetta er hugmynd sem er borin fram í fullri alvöru. Ég geri ráð fyrir því að við munum, í fullri alvöru, taka þetta fyrir á næsta fundi bæjarráðs," segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar og oddviti Vinstri grænna í bæjarstjórn, um tillögu bæjarfulltrúa Kópavogs, um að sameina Kópavog, Álftanes, Garðabæ og Hafnarfjörð í eitt sveitarfélag. Það voru þeir Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, og Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi Vinstri grænna, sem lögðu fram tillöguna í bæjarráði Kópavogs í vikunni. Hún var samþykkt og fulltrúa gert að leita eftir viðræðum við bæjaryfirvöld í Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi um sameiningu þessara sveitarfélaga. Hugmynd kom fram í greinagerð sem fylgdi tillögunni, um að hið nýja sveitarfélag, gæti heitið Heiðmörk. Guðrún Ágústa tekur hugmyndinni með fyrirvara og bendir á að ekki fyrir svo löngu síðan hafi komið upp sú hugmynd að sameina höfuðborgarsvæðið í eitt stórt sveitarfélag. „Niðurstaðan þar var að það ætti ekki að sameinast, heldur auka samvinnu á milli sveitarfélaga," útskýrir Guðrún. Hún segir hugmyndina aftur á móti áhugaverða, það er að segja að sameina þessi sveitarfélög í suðri og þannig búa til borg á móti Reykjavík. „Stærri rekstrareining býður sannarlega upp á ákveðna hagkvæmni," segir Guðrún og bætir við að það verði þó að huga að bæjarmyndinni, sem hún telur að tapist ekki endilega þó þessi sveitarfélög sameinuðust. Guðrún segir þó enga knýjandi þörf á sameiningu, ekki af hálfu Hafnarfjarðar í það minnsta, „en tillagan er áhugaverð," bætir hún við.
Tengdar fréttir Bæjarráð Kópavogs vill búa til sveitarfélagið Heiðmörk Bæjarfulltrúar Kópavogs, þeir Ómar Stefánsson, sem situr í bæjarstjórn fyrir Framsóknarflokkinn, og Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi Vg, lögðu fram í vikunni tillögu þess efnis að leitast ætti eftir því að sameina Hafnarfjörð, Garðabæ, Álftanes og Kópavog í eitt sveitarfélag. 11. október 2012 10:51 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira
Bæjarráð Kópavogs vill búa til sveitarfélagið Heiðmörk Bæjarfulltrúar Kópavogs, þeir Ómar Stefánsson, sem situr í bæjarstjórn fyrir Framsóknarflokkinn, og Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi Vg, lögðu fram í vikunni tillögu þess efnis að leitast ætti eftir því að sameina Hafnarfjörð, Garðabæ, Álftanes og Kópavog í eitt sveitarfélag. 11. október 2012 10:51