Hlutverk sálusorgarans tekur sinn toll Bergsteinn Sigurðsson skrifar 12. október 2012 10:54 Hreint hjarta, verðlaunamynd Gríms Hákonarsonar frá Skjaldborgarhátíðinni í vor, verður sýnd í Bíó Paradís í kvöld. Hreint hjarta fjallar um séra Kristin Friðfinnsson, sóknarprest á Selfossi, með áherslu á sálgæsluhlutverk hans, útistöður hans við kirkjuyfirvöld og áhrifin sem þetta hefur á hann sjálfan. Grímur Hákonarson, leikstjóri myndarinnar, leitaði upphaflega til Kristins þegar hann vantaði upplýsingar um störf sveitapresta fyrir kvikmyndahandrit sem hann var að skrifa. „Ég kannaðist við Kristin, hann hafði fermt frænda minn og maður hafði heyrt ýmsar sögur af honum," sagði Grímur í samtali við Fréttablaðið í vor. „Hann tók mér mjög vel og leiddi mig í allan sannleika um hvað hann væri að gera. Mér fannst hann mjög merkilegur karakter og það kom mér á óvart að heyra af ýmsum þeim verkefnum sem hann er fenginn í, til dæmis að kveða niður drauga í íbúðarhúsum og þess háttar. Í framhaldinu bauð Kristinn mér að gera mynd um þetta efni og leyfa mér að fylgjast með störfum sínum og taka allt upp. Frumkvæðið kemur því frá honum en það er ekki fyrr en eftir að við byrjum á myndinni sem þessar deilur innan kirkjunnar koma upp og fléttuðust óumflýjanlega inn í atburðarásina." Með merkilegustu atriðum myndarinnar eru fundir séra Kristins með sóknarbarni sínu og góðvini, Halldóri H. Hafsteinssyni, sem er dauðvona og horfist í augu við það sem fram undan er af algjöru æðruleysi.Kristinn Friðfinnsson sóknarprestur.„Dauðinn er svo veigamikill þáttur í starfi prestsins og ég lagði mikla áherslu á að gera því skil með einhverjum hætti. Halldór var góður vinur Kristins og meira en viljugur til að taka þátt í þessu og það reyndist algjörlega ómetanlegt. Fjölskylda hans var sömuleiðis hlynnt því að við notuðum efnið, hún hefur fengið að sjá myndina og er mjög ánægð." Hlutverk sálusorgarans tekur líka sinn toll, eins og sýnt er í myndinni. „Inntakið er að hann er alltaf að hjálpa öðrum, en eftir því sem líður á myndina þarf hann líka að takast á við eigin vandamál. Þetta reynir mikið á Kristin, því þrátt fyrir stórskorið útlit er hann næmur maður og viðkvæmur hið innra." Eftir að hafa aðallega unnið að stærri verkefnum undanfarin ár, síðast leiknu myndina Sumarlandið, segir Grímur það hafa verið góða tilbreytingu að gera litla mynd upp á eigin spýtur. „Mig langaði til að gera eitthvað algjörlega sjálfstætt, leita aftur í ræturnar sem einyrki. Ég keypti myndavél og gerði þessa mynd nánast einn. Það er ekki síst ánægjulegt að fá þessu góðu viðbrögð í ljósi þess að myndin fékk enga styrki." bergsteinn@frettabladid.is Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira
Hreint hjarta, verðlaunamynd Gríms Hákonarsonar frá Skjaldborgarhátíðinni í vor, verður sýnd í Bíó Paradís í kvöld. Hreint hjarta fjallar um séra Kristin Friðfinnsson, sóknarprest á Selfossi, með áherslu á sálgæsluhlutverk hans, útistöður hans við kirkjuyfirvöld og áhrifin sem þetta hefur á hann sjálfan. Grímur Hákonarson, leikstjóri myndarinnar, leitaði upphaflega til Kristins þegar hann vantaði upplýsingar um störf sveitapresta fyrir kvikmyndahandrit sem hann var að skrifa. „Ég kannaðist við Kristin, hann hafði fermt frænda minn og maður hafði heyrt ýmsar sögur af honum," sagði Grímur í samtali við Fréttablaðið í vor. „Hann tók mér mjög vel og leiddi mig í allan sannleika um hvað hann væri að gera. Mér fannst hann mjög merkilegur karakter og það kom mér á óvart að heyra af ýmsum þeim verkefnum sem hann er fenginn í, til dæmis að kveða niður drauga í íbúðarhúsum og þess háttar. Í framhaldinu bauð Kristinn mér að gera mynd um þetta efni og leyfa mér að fylgjast með störfum sínum og taka allt upp. Frumkvæðið kemur því frá honum en það er ekki fyrr en eftir að við byrjum á myndinni sem þessar deilur innan kirkjunnar koma upp og fléttuðust óumflýjanlega inn í atburðarásina." Með merkilegustu atriðum myndarinnar eru fundir séra Kristins með sóknarbarni sínu og góðvini, Halldóri H. Hafsteinssyni, sem er dauðvona og horfist í augu við það sem fram undan er af algjöru æðruleysi.Kristinn Friðfinnsson sóknarprestur.„Dauðinn er svo veigamikill þáttur í starfi prestsins og ég lagði mikla áherslu á að gera því skil með einhverjum hætti. Halldór var góður vinur Kristins og meira en viljugur til að taka þátt í þessu og það reyndist algjörlega ómetanlegt. Fjölskylda hans var sömuleiðis hlynnt því að við notuðum efnið, hún hefur fengið að sjá myndina og er mjög ánægð." Hlutverk sálusorgarans tekur líka sinn toll, eins og sýnt er í myndinni. „Inntakið er að hann er alltaf að hjálpa öðrum, en eftir því sem líður á myndina þarf hann líka að takast á við eigin vandamál. Þetta reynir mikið á Kristin, því þrátt fyrir stórskorið útlit er hann næmur maður og viðkvæmur hið innra." Eftir að hafa aðallega unnið að stærri verkefnum undanfarin ár, síðast leiknu myndina Sumarlandið, segir Grímur það hafa verið góða tilbreytingu að gera litla mynd upp á eigin spýtur. „Mig langaði til að gera eitthvað algjörlega sjálfstætt, leita aftur í ræturnar sem einyrki. Ég keypti myndavél og gerði þessa mynd nánast einn. Það er ekki síst ánægjulegt að fá þessu góðu viðbrögð í ljósi þess að myndin fékk enga styrki." bergsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira