Innlent

Hálka áfram víða á landinu

Hálka er á Þröskuldum og Steingrímsfjarðarheiði á Vestfjörðum. Vegagerðin varar við hálku víða landinu.

Á Norðurlandi vestra er hálka á Þverárfjalli, Vatnsskarði, Langadal og áleiðis til Skagafjarðar, og á Noðrausturlandi er hálka á Víkurskarði, Hólaheiði, Mývatnsheiði, Hólasandi, Mývatns- og Möðrudalsöræfum, Fjarðarheiði og hálkublettir á Vopnafjarðarheiði, Fagradal, Breiðdalsheiði og Öxi.

Þá varar vegagerðin við að hálka geti líka verið víða á láglendi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×