Kunnum að nýta 96% af fiskinum Karen Kjartansdóttir skrifar 19. október 2012 20:34 Fáar ef nokkrar þjóðir nýta fisk jafn vel og Íslendingar. Nýsjálendingar telja til dæmis að íslenskar aðferðir við sjávarútveg geti fært þeim milljarða árlega. Fréttastofa fór í Matís og fylgdist með verkfræðing slægja þorsk. Athuganir viðskiptaháskólins í Auckland í Nýjasjálandi sýna að meðferð Íslendinga á sjávarafurðum er eins og best gerist í heiminum. í grein um málið segir að þjóðin hafi náð að hámarka verðmæti aflans. Fréttastofan fékk Sigurjón Arason, dósent í matvælaverkfræði við Háskóla Íslands til að sýna sér hvað hægt er að nýta af þorskinum. „Í dag erum við að nýta nánast allt til manneldis. Það er bara hluti af innyflum sem ekki er nýtt í dag en segja má að um 96 prósent fari til manneldis. Mikil verðmæti felast í lifrinni. Til dæmis flytja Íslendingar út 25 milljónir dósa af niðursoðinni þorskalifur árlega sem gefa tvo milljarða króna og fjölda starfa. Gallblaðran var lengi flutt út til Frakklands þar sem hún var notuð í lyf en í dag má segja að aðeins hún og blóð fisksins það sem ekki er komið í not hér á landi. Maginn fer síðan oft til Asíu þar sem hann þykir mikill herramanns matur. Skúflangar eru síðan mikið notaðir í lyfjaiðnaði en ensím eru unnin úr þeim. Þá má nefna að ensímin úr skúflöngunum eru notaðir til að losna við hringorma úr lifrinni en með því sparast mikil vinna og verðmæti. Flökin eru um helmingur fisksins og sá þá hluti sem flestir þekkja best. Flökunum er svo skipt í hnakka, sem er verðmætastur, en þegar talað er um að þorskur sé fluttur út þá er það þessi hluti sem um er rætt. Flestir Íslendingar kannast þó betur við að fá svokallað miðstykki, þunnildi og sporð á diskinn sinn Hvað hefur orðið til þess að Íslendingar nýta þorskinn svona vel? „Með tilkomu kvótakerfisins höfum við horft á það að nýta allt það sem kemur að landi. Þetta er gott hráefni og því eðlilegt að við reynum að nýta það." „Það eru mörg lönd sem nýta fiskinn ekki jafn vel og við. Norðmenn til dæmis henda þorskhausnum út í sjó, taka hann ekki í land. Við gerum það hins vegar og úr þeim búum við til þurrkaða vöru. Kóreubúar eru til að mynda mjög hrifnir af tálknunum." Roðið má svo nota í fatnað nú eða í framleiðslu matarlíms. Hrognin eru síðan eftirsótt vara um víða veröld, í fyrra fengu íslendingar til dæmis 10 milljarða fyrir hrongnaafurðir. Færri vita þó að hængurinn lumar líka á verðmætum en Japanir eru til dæmis tilbúnir að greiða hátt verð fyrir sæðiskirtla fisksins það er að segja svilin þó virka þó ekki kræsileg fyrir Íslendinga sem lítt þekkja til þeirrar afurðar. Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Sjá meira
Fáar ef nokkrar þjóðir nýta fisk jafn vel og Íslendingar. Nýsjálendingar telja til dæmis að íslenskar aðferðir við sjávarútveg geti fært þeim milljarða árlega. Fréttastofa fór í Matís og fylgdist með verkfræðing slægja þorsk. Athuganir viðskiptaháskólins í Auckland í Nýjasjálandi sýna að meðferð Íslendinga á sjávarafurðum er eins og best gerist í heiminum. í grein um málið segir að þjóðin hafi náð að hámarka verðmæti aflans. Fréttastofan fékk Sigurjón Arason, dósent í matvælaverkfræði við Háskóla Íslands til að sýna sér hvað hægt er að nýta af þorskinum. „Í dag erum við að nýta nánast allt til manneldis. Það er bara hluti af innyflum sem ekki er nýtt í dag en segja má að um 96 prósent fari til manneldis. Mikil verðmæti felast í lifrinni. Til dæmis flytja Íslendingar út 25 milljónir dósa af niðursoðinni þorskalifur árlega sem gefa tvo milljarða króna og fjölda starfa. Gallblaðran var lengi flutt út til Frakklands þar sem hún var notuð í lyf en í dag má segja að aðeins hún og blóð fisksins það sem ekki er komið í not hér á landi. Maginn fer síðan oft til Asíu þar sem hann þykir mikill herramanns matur. Skúflangar eru síðan mikið notaðir í lyfjaiðnaði en ensím eru unnin úr þeim. Þá má nefna að ensímin úr skúflöngunum eru notaðir til að losna við hringorma úr lifrinni en með því sparast mikil vinna og verðmæti. Flökin eru um helmingur fisksins og sá þá hluti sem flestir þekkja best. Flökunum er svo skipt í hnakka, sem er verðmætastur, en þegar talað er um að þorskur sé fluttur út þá er það þessi hluti sem um er rætt. Flestir Íslendingar kannast þó betur við að fá svokallað miðstykki, þunnildi og sporð á diskinn sinn Hvað hefur orðið til þess að Íslendingar nýta þorskinn svona vel? „Með tilkomu kvótakerfisins höfum við horft á það að nýta allt það sem kemur að landi. Þetta er gott hráefni og því eðlilegt að við reynum að nýta það." „Það eru mörg lönd sem nýta fiskinn ekki jafn vel og við. Norðmenn til dæmis henda þorskhausnum út í sjó, taka hann ekki í land. Við gerum það hins vegar og úr þeim búum við til þurrkaða vöru. Kóreubúar eru til að mynda mjög hrifnir af tálknunum." Roðið má svo nota í fatnað nú eða í framleiðslu matarlíms. Hrognin eru síðan eftirsótt vara um víða veröld, í fyrra fengu íslendingar til dæmis 10 milljarða fyrir hrongnaafurðir. Færri vita þó að hængurinn lumar líka á verðmætum en Japanir eru til dæmis tilbúnir að greiða hátt verð fyrir sæðiskirtla fisksins það er að segja svilin þó virka þó ekki kræsileg fyrir Íslendinga sem lítt þekkja til þeirrar afurðar.
Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Sjá meira