Lífið

Ómáluð og með hárið í handklæði

MYNDIR / COVER MEDIA
Leikkonan Kate Hudson var í góðu skapi á setti nýjustu sjónvarpsmyndar sinnar í Boston í gær. Kate var klædd í gallabuxur og hvítan bol, nýbúin að þvo á sér hárið og var ekkert að hafa fyrir því að mála sig fyrir paparassana – enda mesti óþarfi.

Myndin sem hún er að leika í er grínmynd sem heitir Clear History og leikur Kate aðalhlutverkið. Sagan er um fyrrverandi markaðsstjóra sem ætlar að hefna sín á fyrrverandi yfirmanni sínum sem græddi milljónir á rafmagnsbílafyrirtæki sem þeir áttu saman.

Þó að Kate hafi ekki verið máluð á settinu þá er hún víst kresin þegar kemur að meiköppi. Heimildir herma að leikkonan hafi borgað fyrir sinn eigin meiköpp artista þegar hún fór með gestahlutverk í sjónvarpsþættinum Glee fyrir stuttu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.