Innlent

Norðmenn vilja íslenskt starfsfólk

Sendinefndin frá Sunndal mun standa fyrir kynningarfundi í Hörpu 16. október næstkomandi.
Sendinefndin frá Sunndal mun standa fyrir kynningarfundi í Hörpu 16. október næstkomandi. mynd/sunndal
Sendinefnd frá Sveitarfélaginu Sunndal í mið-Noregi er væntanleg hingað til lands um miðjan mánuð. Tilgangur heimsóknarinnar er að leita að starfsfólki á Íslandi en sveitarfélaginu og fyrirtækjum þar vantar 20 til 30 starfsmenn.

Í fréttatilkynningu frá Sunndal kemur fram að þörf sé á kennurum, verkfræðingum, tannlækni, framkvæmdastjórum, hjúkrunarfræðingum og fleiri.

Sendinefndin frá Sunndal mun standa fyrir kynningarfundi í Hörpu 16. október næstkomandi. Á fundinum verða fulltrúar öllum fyrirtækjunum í Sunndal sem leita að starfsfólki.

Hægt er að nálgast allar upplýsingar hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×