Innlent

Íbúum í Vesturbyggð fjölgar

Patreksfjörður.
Patreksfjörður. mynd/egill
Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá búa nú 940 íbúar í Vesturbyggð og hefur þeim fjölgað um 40 frá því fyrir tveimur árum.

Vesturbyggð er sveitarfélag á sunnanverðum Vestfjörðum og til hennar teljast meðal annars Bíldudalur og Patreksfjörður.

Um málið er fjallað í Morgunblaðinu og þar er haft eftir Ásthildi Sturludóttir bæjarstjóra að andrúmsloftið þar sé fullt af jákvæðni.

Uppgangur hefur verið í atvinnulífinu á svæðinu undanfarin tvö ár. Fjöldi stafa hefur orðið til í fiskeldi og stækkun kalkþörungarverksmiðju á Bíldudal. Þá eru nokkrar framkvæmdir í gangi, til dæmis bygging hótels á Patreksfirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×