Innlent

Flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli

Frá æfingunni í dag.
Frá æfingunni í dag. mynd/jmg
Búið er að virkja Samhæfingarstöðina í Skógarhlíð og allar björgunarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu vegna flugslysaæfingar á Reykjavíkurflugvelli.

Æfð eru viðbrögð við brotlendingu farþegaflugvélar. Menntaskólinn við Hamrahlíð sinnir hlutverki sem söfnungarsvæði fyrir aðstandendur.

Á vettvangi er eldur og mikill viðbúnaður samkvæmt upplýsingum frá Almannavörnum. Eru vegfarendur beðnir um að sýna skilning og þolinmæði. Reiknað er með að æfingunni ljúki um klukkan 15:00 í dag.

Allir viðbragðsaðilar á höfuðborgarsvæðinu standa að æfingunni og undurbúningur hefur lengi staðið yfir.

Hægt er að sjá ljósmyndir frá æfingunni hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×