Innlent

Bæjarstjórnin kannar hvort viðskipti við bankann verði færð

GS skrifar
Bæjarstjórnin í Garði á Reykjanesi hefur falið bæjarstjóra að kanna nú þegar hvaða möguleikar eru í boði varðandi bankaviðskipti bæjarfélagsins til framtíðar, en bærinn hefur verið í viðskiptum við Landsbankann um árabil. Ástæðan er sú að bankinn dró verulega úr þjónustu við íbúa bæjarins nýverið með því að fækka afgreiðsludögum í útibúinu þar niður í tvo daga í viku og tvær klukkustundir hvorn dag. Bæjarstjóra var líka falið að kanna nýjar leiðir til að hámarka ávöxtun Framtíðarsjóðs bæjarins, sem Landsbankinn hefur annast til þessa. Báðar tillögurnar voru samþykktar samhljóða.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×