Innlent

Yfir 20 milljónir söfnuðust í Göngum til góðs

Steingrímur J. Sigfússon og Össur Skarphéðinsson gefa pening í söfnunarbauka.
Steingrímur J. Sigfússon og Össur Skarphéðinsson gefa pening í söfnunarbauka.
Rauði krossinn áætlar að um 20 til 25 milljónir hafi safnast í átakinu Göngum til góðs, sem fór fram um helgina. Rúmlega tvö þúsund og fjögur hundruð sjálfboðaliðar tóku þátt í söfnuninni.

Sjö hundruð sjálfboðaliðar á landsbyggðinni gengu í flest hús í þéttbýli og um sautján hundruð náðu að heimsækja tvo þriðju heimila á höfuðborgarsvæðinu. Mikið var um að fjölskyldur og vinir gengu saman og fékk söfnunarfólk hlýjar móttökur landsmanna, að sögn Rauða krossins.

Fyrir hádegi í dag var búið að telja tuttugu milljónir króna upp úr söfnunarbaukum og er talning á öðrum framlögum enn í gangi því áætlar Rauði krossinn að í heild hafi safnast á bilinu tuttugu til tuttugu og fimm milljónir króna.

„„Við viljum þakka öllum sjálfboðaliðum sem lögðu okkur lið og hlýjar móttökur og stuðning Íslendinga við börn í neyð." segir Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi, í fréttatilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×