Innlent

Ekki tekin ákvörðun um áfrýjun í máli barnaníðings

Maðurinn afplánar dóm sinn á Litla Hrauni.
Maðurinn afplánar dóm sinn á Litla Hrauni.
Maður á fertugsaldri, sem var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að misnota stjúpdóttur sína kynferðislega ítrekað og gróflega yfir margra ára tímabil, hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort að dómnum verður áfrýjað til Hæstaréttar, að sögn verjanda hans. Áfrýjunarfrestur í málinu rennur út á mánudaginn næstkomandi.

Samkvæmt upplýsingum frá Ríkissaksóknara þá hefur embættið ekki heldur tekið ákvörðun um það hvort að Hæstiréttur fái að eiga síðasta orðið eða dómur héraðsdóms standi. Brotin sem maðurinn var dæmdur fyrir áttu sér stað yfir margra ára tímabil, eða frá því hún var 10 ára gömul og þar til hún var um tvítugt.

Þetta er einn þyngsti dómur sem fallið hefur í kynferðisbrotamáli hér á landi en auk átta ára fangelsisrefsingar var maðurinn einnig dæmdur til að greiða stjúpdóttur sinni 2,5 milljónir í bætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×