Lífið

Rautt frumsýnt í Borgarleikhúsinu í kvöld

mynd/borgarleikhúsið
Rautt, margverðlaunað meistaraverk John Logan, verður frumsýnt á Litla sviðinu í Borgarleikhúsinu í kvöld, 21. september. 

Rautt er leikrit um einn áhrifamesta listamann tuttugustu aldarinnar, Mark Rothko, baráttu hans við sjálfan sig - eða öllu heldur við goðsögnina um sjálfan sig - og hinn eilífa ótta listamannsins við að verða úreltur.

Verkið var sýnt á West end og Broadway við fádæma undirtektir þar sem leikararnir Alfred Molina og nýstirnið Eddie Redmayne fóru með hlutverk Rothko og aðstoðarmanns hans, Ken. John Logan er margreyndur leikrita og handritshöfundur, skrifaði meðal annars handrit að kvikmyndunum Gladiator, The Aviator og Hugo og er einn þriggja höfunda að handriti næstu James Bond myndar, Skyfall. Guðrún Vimundardóttir þýddi Rautt, Kristín Jóhannesdóttir leikstýrir, Jóhann Sigurðarson og Hilmar Guðjónssons fara með hlutverk Rothko og Ken.

Leikmynd og búninga hannar Helga I. Stefánsdóttir og lýsingu annast Björn Bergsteinn Guðmundsson.

Sagan

„Það er harmleikur fólginn í hverri pensilstroku“ sagði Mark Rothko um eigin verk. Hann var einn mikilvægasti málari 20. aldarinnar og tók að sér eitt stærsta verkefni listarsögunnar fyrir áður óþekkta upphæð. Þrátt fyrir þennan heiður sækja að honum efasemdir og innri átök brjótast fram í samskiptum hans við unga aðstoðarmanninn, Ken. Átökin eru ekki aðeins milli meistara og lærlings heldur fulltrúa nýrra tíma og hins helga konungs myndlistarinnar. Ólík viðhorf til lífsins takast á og um leið afhjúpast ævi aðstoðarmannsins; sorglegir atburðir fortíðar knýja dyra og átökin hafa óvæntar afleiðingar. Þótt báðir komi sárir úr því einvígi hafa þeir engu að síður unnið sigur, hvor á sinn hátt.

Verkið Rautt hefur sópað til sín verðlaunum víða um heim á síðustu árum. Meðal annars hlaut það hin virtu Tony verðlaun árið 2010.

Borgarleikhus.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×