Súrrealískt að leika á móti stjörnunni Russell Crowe 25. september 2012 14:31 "Þetta var gríðarlega gaman," segir Konráð Ragnarsson, sem lék á móti Hollywood-leikaranum Russell Crowe í nýju tónlistarmyndbandi sem var frumsýnt fyrir helgi. Myndbandið var tekið upp hér á landi fyrir lagið Testify sem Crowe samdi með félaga sínum Alan Doyle. Doyle leikur einmitt líka í myndbandinu ásamt Eggerti Rafnssyni. Bæði Konráð og Eggert fóru einnig með lítil hlutverk í stórmyndinni Noah sem var tekin upp að hluta til hér á landi í sumar. Aðspurður segist Konráð hafa fengið óvænt símtal um að leika í myndbandinu og aðeins einni og hálfri klukkustund síðar var hann staddur við hliðina á Russ-ell Crowe og byrjaður að taka upp. "Þetta var alveg súrrealískt," segir Konráð, sem segist einnig hafa leikið í sautján tíma á móti Crowe í Noah. Tökur á myndbandinu fóru fram í Árbæjarsafni, Bláa lóninu, miðbæ Reykjavíkur og í Krýsuvík. Þar leika þeir Konráð og Eggert laganna verði í villta vestrinu og eru ansi vígalegir í gervum sínum. Doyle leikur dauðadæmdan fanga og Crowe prestinn sem ætlar að veita honum syndaaflausn. "Hann var bara almennilegur," segir Konráð um Óskarsverðlaunahafann Crowe. "Hann er náttúrulega stórstjarna og veit af því en hann talaði vel um Ísland. Við spjölluðum stundum um daginn og veginn en hann var að leika í Noah þannig að það var svolítil hraðferð á þessu. Svo var hann með þriggja metra háan lífvörð og það var erfitt að komast fram hjá honum," segir hann og hlær. Konráð var einnig nálægt því að hreppa hlutverk í mynd Bens Stiller, The Secret Life of Walter Mitty, sem hefur verið í tökum hérlendis. Hann komst í fjögurra manna úrtak en ekki lengra en það. "Það var mikið svekkelsi að fá ekki það hlutverk." Hann viðurkennir að það sé ekki slæmt að hafa tónlistarmyndbandið á ferilskránni. "Noah var stórt verkefni. Þar hverfur maður svolítið en þarna erum við bara fjórir með aðalhlutverkin. Að hafa þetta á ferilskránni er rosalegt." freyr@frettabladid.is Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Sjá meira
"Þetta var gríðarlega gaman," segir Konráð Ragnarsson, sem lék á móti Hollywood-leikaranum Russell Crowe í nýju tónlistarmyndbandi sem var frumsýnt fyrir helgi. Myndbandið var tekið upp hér á landi fyrir lagið Testify sem Crowe samdi með félaga sínum Alan Doyle. Doyle leikur einmitt líka í myndbandinu ásamt Eggerti Rafnssyni. Bæði Konráð og Eggert fóru einnig með lítil hlutverk í stórmyndinni Noah sem var tekin upp að hluta til hér á landi í sumar. Aðspurður segist Konráð hafa fengið óvænt símtal um að leika í myndbandinu og aðeins einni og hálfri klukkustund síðar var hann staddur við hliðina á Russ-ell Crowe og byrjaður að taka upp. "Þetta var alveg súrrealískt," segir Konráð, sem segist einnig hafa leikið í sautján tíma á móti Crowe í Noah. Tökur á myndbandinu fóru fram í Árbæjarsafni, Bláa lóninu, miðbæ Reykjavíkur og í Krýsuvík. Þar leika þeir Konráð og Eggert laganna verði í villta vestrinu og eru ansi vígalegir í gervum sínum. Doyle leikur dauðadæmdan fanga og Crowe prestinn sem ætlar að veita honum syndaaflausn. "Hann var bara almennilegur," segir Konráð um Óskarsverðlaunahafann Crowe. "Hann er náttúrulega stórstjarna og veit af því en hann talaði vel um Ísland. Við spjölluðum stundum um daginn og veginn en hann var að leika í Noah þannig að það var svolítil hraðferð á þessu. Svo var hann með þriggja metra háan lífvörð og það var erfitt að komast fram hjá honum," segir hann og hlær. Konráð var einnig nálægt því að hreppa hlutverk í mynd Bens Stiller, The Secret Life of Walter Mitty, sem hefur verið í tökum hérlendis. Hann komst í fjögurra manna úrtak en ekki lengra en það. "Það var mikið svekkelsi að fá ekki það hlutverk." Hann viðurkennir að það sé ekki slæmt að hafa tónlistarmyndbandið á ferilskránni. "Noah var stórt verkefni. Þar hverfur maður svolítið en þarna erum við bara fjórir með aðalhlutverkin. Að hafa þetta á ferilskránni er rosalegt." freyr@frettabladid.is
Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Sjá meira