Súrrealískt að leika á móti stjörnunni Russell Crowe 25. september 2012 14:31 "Þetta var gríðarlega gaman," segir Konráð Ragnarsson, sem lék á móti Hollywood-leikaranum Russell Crowe í nýju tónlistarmyndbandi sem var frumsýnt fyrir helgi. Myndbandið var tekið upp hér á landi fyrir lagið Testify sem Crowe samdi með félaga sínum Alan Doyle. Doyle leikur einmitt líka í myndbandinu ásamt Eggerti Rafnssyni. Bæði Konráð og Eggert fóru einnig með lítil hlutverk í stórmyndinni Noah sem var tekin upp að hluta til hér á landi í sumar. Aðspurður segist Konráð hafa fengið óvænt símtal um að leika í myndbandinu og aðeins einni og hálfri klukkustund síðar var hann staddur við hliðina á Russ-ell Crowe og byrjaður að taka upp. "Þetta var alveg súrrealískt," segir Konráð, sem segist einnig hafa leikið í sautján tíma á móti Crowe í Noah. Tökur á myndbandinu fóru fram í Árbæjarsafni, Bláa lóninu, miðbæ Reykjavíkur og í Krýsuvík. Þar leika þeir Konráð og Eggert laganna verði í villta vestrinu og eru ansi vígalegir í gervum sínum. Doyle leikur dauðadæmdan fanga og Crowe prestinn sem ætlar að veita honum syndaaflausn. "Hann var bara almennilegur," segir Konráð um Óskarsverðlaunahafann Crowe. "Hann er náttúrulega stórstjarna og veit af því en hann talaði vel um Ísland. Við spjölluðum stundum um daginn og veginn en hann var að leika í Noah þannig að það var svolítil hraðferð á þessu. Svo var hann með þriggja metra háan lífvörð og það var erfitt að komast fram hjá honum," segir hann og hlær. Konráð var einnig nálægt því að hreppa hlutverk í mynd Bens Stiller, The Secret Life of Walter Mitty, sem hefur verið í tökum hérlendis. Hann komst í fjögurra manna úrtak en ekki lengra en það. "Það var mikið svekkelsi að fá ekki það hlutverk." Hann viðurkennir að það sé ekki slæmt að hafa tónlistarmyndbandið á ferilskránni. "Noah var stórt verkefni. Þar hverfur maður svolítið en þarna erum við bara fjórir með aðalhlutverkin. Að hafa þetta á ferilskránni er rosalegt." freyr@frettabladid.is Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning F1: The Movie frumsýnd í Egilshöll – sjáðu myndirnar Lífið samstarf Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Bíó og sjónvarp Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Lífið Rúrik mætti með kærustuna í brúðkaupið Lífið Fleiri fréttir Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Purrkur Pillnikk spilar á Innipúkanum Sjá meira
"Þetta var gríðarlega gaman," segir Konráð Ragnarsson, sem lék á móti Hollywood-leikaranum Russell Crowe í nýju tónlistarmyndbandi sem var frumsýnt fyrir helgi. Myndbandið var tekið upp hér á landi fyrir lagið Testify sem Crowe samdi með félaga sínum Alan Doyle. Doyle leikur einmitt líka í myndbandinu ásamt Eggerti Rafnssyni. Bæði Konráð og Eggert fóru einnig með lítil hlutverk í stórmyndinni Noah sem var tekin upp að hluta til hér á landi í sumar. Aðspurður segist Konráð hafa fengið óvænt símtal um að leika í myndbandinu og aðeins einni og hálfri klukkustund síðar var hann staddur við hliðina á Russ-ell Crowe og byrjaður að taka upp. "Þetta var alveg súrrealískt," segir Konráð, sem segist einnig hafa leikið í sautján tíma á móti Crowe í Noah. Tökur á myndbandinu fóru fram í Árbæjarsafni, Bláa lóninu, miðbæ Reykjavíkur og í Krýsuvík. Þar leika þeir Konráð og Eggert laganna verði í villta vestrinu og eru ansi vígalegir í gervum sínum. Doyle leikur dauðadæmdan fanga og Crowe prestinn sem ætlar að veita honum syndaaflausn. "Hann var bara almennilegur," segir Konráð um Óskarsverðlaunahafann Crowe. "Hann er náttúrulega stórstjarna og veit af því en hann talaði vel um Ísland. Við spjölluðum stundum um daginn og veginn en hann var að leika í Noah þannig að það var svolítil hraðferð á þessu. Svo var hann með þriggja metra háan lífvörð og það var erfitt að komast fram hjá honum," segir hann og hlær. Konráð var einnig nálægt því að hreppa hlutverk í mynd Bens Stiller, The Secret Life of Walter Mitty, sem hefur verið í tökum hérlendis. Hann komst í fjögurra manna úrtak en ekki lengra en það. "Það var mikið svekkelsi að fá ekki það hlutverk." Hann viðurkennir að það sé ekki slæmt að hafa tónlistarmyndbandið á ferilskránni. "Noah var stórt verkefni. Þar hverfur maður svolítið en þarna erum við bara fjórir með aðalhlutverkin. Að hafa þetta á ferilskránni er rosalegt." freyr@frettabladid.is
Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning F1: The Movie frumsýnd í Egilshöll – sjáðu myndirnar Lífið samstarf Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Bíó og sjónvarp Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Lífið Rúrik mætti með kærustuna í brúðkaupið Lífið Fleiri fréttir Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Purrkur Pillnikk spilar á Innipúkanum Sjá meira