Uppfylling minna drauma 10. september 2012 17:00 Anna Eiríksdóttir. ''Ég tel alger forréttindi að fá að starfa í þjónustu kirkjunnar.'' segir hún. fréttablaðið/anton "Hjartað er fullt af hamingju og þakklæti því þetta er uppfylling minna drauma," segir Anna Eiríksdóttir þegar hún er spurð hvernig henni sé innanbrjósts sem verðandi sóknarpresti vestur í Dölum. Vígslan fer fram í Dómkirkjunni á morgun. "Stundin er svo stór að það er næstum erfitt að höndla hana, henni fylgja svo miklar tilfinningar," segir hún. "Hugur minn hefur stefnt til þess í töluverðan tíma að verða prestur en ég var ekkert of bjartsýn á að fá embætti og því er þetta margfaldur sigur í raun. Ég tel alger forréttindi að fá að starfa í þjónustu kirkjunnar." Anna á fimmtíu og sjö ára afmæli daginn eftir vígslu. Hún útskrifaðist úr guðfræðideild HÍ vorið 2011 og fór þá í starfsþjálfun, fyrst í Áskirkju hjá séra Sigurði Jónssyni og svo á Biskupsstofu. Ástæður efasemda um að hún fengi prestsembætti segir hún þær að lítið hafi verið um lausar stöður undanfarin ár. Þó hafi nokkur embætti verið auglýst síðasta misserið, þrátt fyrir sameiningar prestakalla. "Það er aðallega út af regluverkinu sem er erfiðara fyrir nýútskrifaða guðfræðinga að komast að," segir hún. "Þeir sem hafa reynslu af prestskap byggja á henni." Kveikjuna að því að hún fór í guðfræðinám segir Anna hafa verið brennandi áhuga á greininni. "Ég hef alla tíð verið trúuð manneskja en þó var ég ekki búin að ákveða að gerast prestur þegar ég fór í guðfræði, heldur skráði mig bara í BA-nám og ætlaði að láta þar við sitja. Straumurinn varð svo harðari þegar ég var komin af stað og mér fannst ekki hægt annað en að halda áfram. Köllun? Ég velti stundum fyrir mér orðunum sem Kristur sagði við lærisveinana og koma fram í Jóhannesarguðspjalli. "Það eruð ekki þér sem útvölduð mig, það er ég sem hef útvalið yður." Maður velur sjálfur að hluta til og svo er einhver sem stjórnar á bak við. Þannig verður leiðin í lífinu að einhverju leyti vörðuð. Því trúi ég að minnsta kosti." Dalamenn völdu Önnu sem er búin að fara vestur og hitta þar fólk og skoða kirkjur og líst afskaplega vel á hvort tveggja. Hún mun hafa sjö kirkjur á sinni könnu en segir prestakallið ekki sérlega fjölmennt þó þar hafi átt sér stað sameining eins og víða annars staðar. "Stærsta sóknin er Hjarðarholtssókn. Hjarðarholt er rétt utan við Búðardal og aðsetur prestsins er í þorpinu. Þar ætla ég að búa," upplýsir Anna sem ekki hefur haft fast aðsetur úti á landi áður en líst vel á að söðla um og prófa eitthvað nýtt. "Ástæða þess að mig langar að verða prestur úti á landi er að lífið þar er í öðrum takti, tengslin nánari og starf prestsins af öðrum toga en í borginni," segir hún. Anna hefur lengst af unnið skrifstofustörf, síðari árin hjá Norrænu eldfjallastöðinni við utanumhald starfsfólks og rekstur. "Þau ár eru mér ómetanleg," segir hún. "Ég fann að ég vildi leggja frá mér pappírsvinnuna og starfa meira á lifandi vettvangi og tel mig hafa margháttaða reynslu úr mínu lífi, þar hef ég þurft að takast á við hluti sem hafa eflt mig sem manneskju." Hún er móðir tveggja barna en þau eru bæði komin í langt framhaldsnám erlendis. "Ég flyt ein vestur," segir Anna og kveðst sjá fram á að hafa góðan tíma til að sinna sínu starfi og þjóna fólkinu sínu vel. Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fleiri fréttir Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Sjá meira
"Hjartað er fullt af hamingju og þakklæti því þetta er uppfylling minna drauma," segir Anna Eiríksdóttir þegar hún er spurð hvernig henni sé innanbrjósts sem verðandi sóknarpresti vestur í Dölum. Vígslan fer fram í Dómkirkjunni á morgun. "Stundin er svo stór að það er næstum erfitt að höndla hana, henni fylgja svo miklar tilfinningar," segir hún. "Hugur minn hefur stefnt til þess í töluverðan tíma að verða prestur en ég var ekkert of bjartsýn á að fá embætti og því er þetta margfaldur sigur í raun. Ég tel alger forréttindi að fá að starfa í þjónustu kirkjunnar." Anna á fimmtíu og sjö ára afmæli daginn eftir vígslu. Hún útskrifaðist úr guðfræðideild HÍ vorið 2011 og fór þá í starfsþjálfun, fyrst í Áskirkju hjá séra Sigurði Jónssyni og svo á Biskupsstofu. Ástæður efasemda um að hún fengi prestsembætti segir hún þær að lítið hafi verið um lausar stöður undanfarin ár. Þó hafi nokkur embætti verið auglýst síðasta misserið, þrátt fyrir sameiningar prestakalla. "Það er aðallega út af regluverkinu sem er erfiðara fyrir nýútskrifaða guðfræðinga að komast að," segir hún. "Þeir sem hafa reynslu af prestskap byggja á henni." Kveikjuna að því að hún fór í guðfræðinám segir Anna hafa verið brennandi áhuga á greininni. "Ég hef alla tíð verið trúuð manneskja en þó var ég ekki búin að ákveða að gerast prestur þegar ég fór í guðfræði, heldur skráði mig bara í BA-nám og ætlaði að láta þar við sitja. Straumurinn varð svo harðari þegar ég var komin af stað og mér fannst ekki hægt annað en að halda áfram. Köllun? Ég velti stundum fyrir mér orðunum sem Kristur sagði við lærisveinana og koma fram í Jóhannesarguðspjalli. "Það eruð ekki þér sem útvölduð mig, það er ég sem hef útvalið yður." Maður velur sjálfur að hluta til og svo er einhver sem stjórnar á bak við. Þannig verður leiðin í lífinu að einhverju leyti vörðuð. Því trúi ég að minnsta kosti." Dalamenn völdu Önnu sem er búin að fara vestur og hitta þar fólk og skoða kirkjur og líst afskaplega vel á hvort tveggja. Hún mun hafa sjö kirkjur á sinni könnu en segir prestakallið ekki sérlega fjölmennt þó þar hafi átt sér stað sameining eins og víða annars staðar. "Stærsta sóknin er Hjarðarholtssókn. Hjarðarholt er rétt utan við Búðardal og aðsetur prestsins er í þorpinu. Þar ætla ég að búa," upplýsir Anna sem ekki hefur haft fast aðsetur úti á landi áður en líst vel á að söðla um og prófa eitthvað nýtt. "Ástæða þess að mig langar að verða prestur úti á landi er að lífið þar er í öðrum takti, tengslin nánari og starf prestsins af öðrum toga en í borginni," segir hún. Anna hefur lengst af unnið skrifstofustörf, síðari árin hjá Norrænu eldfjallastöðinni við utanumhald starfsfólks og rekstur. "Þau ár eru mér ómetanleg," segir hún. "Ég fann að ég vildi leggja frá mér pappírsvinnuna og starfa meira á lifandi vettvangi og tel mig hafa margháttaða reynslu úr mínu lífi, þar hef ég þurft að takast á við hluti sem hafa eflt mig sem manneskju." Hún er móðir tveggja barna en þau eru bæði komin í langt framhaldsnám erlendis. "Ég flyt ein vestur," segir Anna og kveðst sjá fram á að hafa góðan tíma til að sinna sínu starfi og þjóna fólkinu sínu vel.
Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fleiri fréttir Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Sjá meira