Lífið

Skuggalega grannur

myndir/cover media
Leikarinn Matthew McConaughey, 42 ára, sötrar te í tíma og ótíma og það er aldeilis ástæða fyrir því en hann þurfti að léttast um hvorki meira né minna en 15 kíló fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni The Wolf of Wall Street sem Martin Scorsese leikstýrir. Þegar tökur hófust á myndinni í New York í gær fengu nærstaddir sjokk þegar leikarinn birtist skyndilega grindhoraður. Matthew hefur ávallt verið í líkamlega góðu formi og hugað vel að líkama sínum með íþróttaiðkun.

Í viðtali við Larry King spurður út í þyngdartapið sagði Matthew: "Fyrir mig er þetta andleg áskorun frekar en líkamleg. Ég létti mig niður í þá tölu sem ég þarf fyrir hlutverkið."

Sjáðu myndirnar af Matthew sem teknar voru af honum í gær í myndasafni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.