Erlent

Harmleikur í Indlandi

mynd/Google
Hátt í fjörutíu fórust í rútuslysi í norður Indlandi í nótt. Atvikið átti sér stað á fjallvegi í Himachal Pradash-héraðinu.

Talið er að bílstjórinn hafi misst stjórn á rútunni í krappri beygju, með þeim afleiðingum að hún féll rúmlega 100 metra niður í Chamba-dalinn.

Rútan var yfirfull af fólki. Líklegt þykir að tala látinna eigi eftir að hækka.

Slys sem þessi eru daglegt brauð í Indlandi. Um 110 þúsund manns deyja í umferðarslysum á Indlandi á ári hverju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×