Erlent

Mitt Romney velur Paul Ryan sem varaforsetaefni

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Ryan, sem er 42 ára, þykir hafa mjög umdeildar skoðanir í ríkisfjármálum. Hann hefur setið í fulltrúadeild Bandaríkjaþings undanfarin 13 ár.
Ryan, sem er 42 ára, þykir hafa mjög umdeildar skoðanir í ríkisfjármálum. Hann hefur setið í fulltrúadeild Bandaríkjaþings undanfarin 13 ár.
Mitt Romney, forsetaefni repúblikanaflokksins, hyggst tilnefna fulltrúardeildarþingmanninn Paul Ryan frá Wisconsin sem varaforsetaefni sitt í dag, að því er Reuters greinir frá.

Stuðningsmenn repúblikana vonast til þess að tilnefning Ryan, sem er formaður fjárlaganefndar Bandaríkjaþings og þykir harður í horn að taka þegar ríkisfjármálin eru annars vegar, muni færa umræðuna í kosningabaráttunni yfir í það hvor kandídatinn þyki betri í glímunni við fjárlagahallann, Obama eða Romney, en fjárlagahallinn vestanhafs er ævintýrilegur og einn sá mesti í heimi. Paul Ryan er aðeins 42 ára en hefur setið í fulltrúadeild Bandaríkjaþings undanfarin 13 ár og var starfsmaður þingsins fyrir þann tíma.

Ryan, sem hefur ástríðu fyrir fjárlögum, eins undarlega og það kanna að hljóma, hefur sagt í viðtölum að hann hafi legið yfir fjárlagafrumvörpum frá 22 ára aldri.

Fjárlagafrumvarp sem Ryan samdi að miklu leyti var samþykt í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í mars sl. þrátt fyrir mikla andstöðu demókrata, en það þykir afar umdeilt. Meðal annars fól það í sér niðurskurð til Medicare og Medicaid verkefnanna, sem snúast um heilbrigðisþjónustu fyrir ellilífeyrisþega og efnaminna fólk. Demókratar hafa margir lýst því yfir að Ryan væri sá kandídat sem þeir helstu vildu sjá með Romney vegna umdeildra skoðana hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×