Erlent

Harður jarðskjálfti í Íran

mynd/Google
Snarpur jarðskjálfti reið yfir norðvesturhluta Íran í dag. Skjálftinn var að stærðinni 6.2 en upptök hans voru í 60 kílómetra fjarlægð frá borginni Tabriz.

Líklegt þykir að afskekkt þorp við landamæri Tyrklands og Asebaídsjan hafi orðið fyrir miklum skemmdum.

Um ein og hálf milljón manns búa í og við Tabriz. Ekki hafa borist fregnir af mannfalli. Fyrstu fregnir benda þó til að mikil ringulreið ríki á svæðinu og að ekkert símaband sé við íbúa.

Þrír harðir eftirskjálftar hafa mælst á svæðinu í dag, sá stærsti var 6.0 stig. Íran liggur á mótum nokkurra jarðskorpufleka og eru skjálftar sem þessir afar tíðir.

Mannskæðasti skjálftinn átti sér stað í desember árið 2003. Þá létust rúmlega þrjátíu þúsund manns þegar jarðskjálfti að stærðinni 6.6 reið yfir borgina Bam.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×