Erlent

Tugir látnir eftir jarðskjálfta í Íran

Tabriz
Tabriz mynd/wiki commons
Að minnsta kosti fjörutíu liggja í valnum eftir að tveir öflugir jarðskjálftar riðu yfir norðvesturhluta Íran í dag. Fyrri skjálftinn var að stærðinni 6.4 en sá seinni var 6.2.

Fjöldi eftirskjálfta hafa gengið yfir svæðið í dag, sá stærsti var 4.7 stig. Skjálftamiðjan var í rúmlega 60 kílómetra fjarlægð frá borginni Tabriz þar sem um ein og hálf milljón manna búa.

Líklegt þykir að afskekkt þorp við landamæri Tyrklands og Asebaídsjan hafi orðið fyrir miklum skemmdum.

Yfirvöld í Tabriz áætla að um fjögur hundruð manns hafi slasast í skjálftunum, þar af margir alvarlega.

Íran liggur á mótum nokkurra jarðskorpufleka og er þetta eitt virkasta jarðskjálftasvæði veraldar.

Mannskæðasti skjálftinn átti sér stað árið 2003. Þá létust rúmlega þrjátíu þúsund manns þegar jarðskjálfti að stærðinni 6.6 reið yfir borgina Bam í suðaustur Íran.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×