Erlent

Á annað hundrað látin í Íran

Frá bænum Varzaqan í norðvestur Íran.
Frá bænum Varzaqan í norðvestur Íran. mynd/AP
Innanríkisráðherra Íran tilkynnti fyrir stuttu að staðfest tala látinna eftir náttúruhamfarirnar í norðvesturhluta landsins væri komin yfir 150.

Snarpur jarðskjálfti reið yfir landið fyrr í dag. Skjálftamiðjan var í 60 kílómetra fjarlægð frá borginni Tabriz. Fyrri skjálftinn mældist 6.4 stig en sá seinni 6.2. Jarðskjálftarnir tveir riðu yfir með stuttu millibili. Nokkrir snarpir eftirskjálftar hafa mælst í dag.

Afskekktar sveitir og þorp við landamæri Tyrklands og Aserbaídjsan urðu fyrir stórfelldu tjóni.

Íran liggur á mótum nokkurra jarðskorpufleka og eru þetta eitt virkasta jarðskjálftasvæði veraldar. Mannskæðasti skjálftinn átti sér stað árið 2003. Þá létust rúmlega þrjátíu þúsund manns þegar jarðskjálfti að stærðinni 6.6 reið yfir borgina Bam í suðuraustur Íran.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×