Erlent

Geimstolt Rússa bíður hnekki

Frá eldflaugaskotinu í Kasakstan.
Frá eldflaugaskotinu í Kasakstan. mynd/AP
Geimferðastofnun Rússlands tilkynnti í gær að eldflaugaskot stofnunarinnar í Kasakstan hefði farið úrskeiðis. Stuttu eftir að eldflaugin hóf sig á loft aðfaranótt þriðjudags varð bilun í tölvukerfi.

Vísindamennirnir misstu stjórn á flauginni og nú sitja tvö fjarskiptatungl föst á sporbraut um jörðu. Gervitunglin eru að sögn vísindamanna glötuð.

Málið þykir afar vandræðalegt fyrir Rússa enda tókst Bandaríkjunum senda 900 kílóa snjalljeppa til Mars fyrr í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×