Erlent

Minntust sprengjunnar í Nagasaki

Þess var minnst í Nagasaki í dag að 67 ár eru liðin frá því að kjarnorkusprengju var varpað á borgina.

Klukkan var ein mínúta yfir ellefu þegar sprengjunni var varpað. Hún innihélt rúmlega sex kíló af plútóni og sprakk 43 sekúnum síðar í rúmlega 400 metra hæð yfir Nagasaki, hafnarborg sem þá gegndi mikilvægu hlutverki í stríðsrekstri japana.

Hitinn sem sprengingin skapaði var gríðarlegur. Varð nætum 4000 gráður á celsíus, vindhviður náðu 1000 kílómetra á klukkustund.

Talið er aðminnsta kosti 45 þúsund manns hafi látist samstundis en allt í allt fórust 80 þúsund manns af völdum þessa voðverks.

Þeirra var minnst í dag. Borgarstjórinn í Nagasaki notaði tækifærið til að minna á hætturnar sem okkur stafar af kjarnavopnum.

„Hvað verður um mannkynið ef öflugri kjarnorkuvopn verða notuð en atómsprengjurnar sem varpað var á Hiroshima og Nagasaki? Til að Nagasaki verði síðasta borgin sem verður fyrir kjarnorkuárás verður að banna algerlega kjarnorkuvopn og þróun þeirra," sagði hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×