Erlent

Offeit börn í hættu á að fá hjartasjúkdóma

Ný hollensk rannsókn sýnir að börn sem þjást af verulegri offitu séu í hættu á að fá hjartasjúkdóma þegar í grunnskóla eða fyrir 12 ára aldurinn. Hjartsjúkdómar hafa hingað til nær eingöngu verið bundnir við miðaldra fólk.

Rannsóknin náði til yfir 300 barna undir 12 ára aldri sem þjást af offitu. Hjá tveimur þriðju barnanna voru komin fram a.m.k. eitt merki um að hjartasjúkdómar væru að þróast í þeim eins og til dæmis hár blóðþrýstingur.

Þá fundust einnig merki um mikið magn af kólesteróli og blóðsykri hjá helmingi barnanna en slíkt getur leitt til sykursýki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×