Erlent

Obama vill breyta skotvopnalögum Bandaríkjanna

Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur loksins tjáð sig um skotvopnalög landsins. Obama segir að embætti hans sé að vinna að endurbótum á skotvopnalögunum sem m.a. eiga að koma í veg fyrir að geðveikt fólk geti keypt sér skammbyssur eða önnur skotvopn.

Obama segir að hann ætli sér að vinna að áætlun um að draga úr ofbeldinu í Bandaríkjunum í samvinnu við báðar deildir Bandaríkjaþings.

Obama segir að hann sé sammála því að Bandaríkjamenn hafi rétt á að eiga skotvopn. AK-47 hríðskotarifflar eiga hinsvegar að vera í höndum hermenna en ekki inn á heimilum almennings í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×